- This event has passed.
Myndasýning – Úganda
20.11.2019 @ 20:00 - 22:00
Í október fyrir ári hélt Helgi Guðmundsson við annan mann til Úganda á slóðir mannapa og annarra kvikinda. Í ferðinni bar fyrir augu fjölda fugla og dýra.
Á myndasýningu í sal Arionbanka miðvikudaginn 20. nóvember kl. 20:00 ætlar Helgi að segja okkur frá þessari skemmtilegu og athyglisverðu ferð og sýna valdar myndir frá Úganda. Nærri 1100 fuglategundir hafa sést í landinu og þar er besti staður í heimi til að kynnast nánum ættingjum okkar, górillunum.
Mannlíf er og fjölbreytt og lá Helgi ekki á liði sínu við að mynda það meðfram dýralífinu.
Allir eru velkomnir
Frítt inn fyrir félagsmenn og 500 krónur fyrir utanfélagsmenn.