Opið verður hjá Fuglavernd fram að hádegi 23. desember n.k. Best er að pantanir berist í síðasta lagi fyrir hádegi 22. desember svo hægt verði að ganga frá þeim og senda ef þarf. Loka

Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Myndasýning – Úganda

20.11.2019 @ 20:00 - 22:00
African Pied Kingfisher @Helgi Guðmundsson

Í október fyrir ári hélt Helgi Guðmundsson við annan mann til Úganda á slóðir mannapa og annarra kvikinda. Í ferðinni bar fyrir augu fjölda fugla og dýra.

Á myndasýningu í sal Arionbanka miðvikudaginn 20. nóvember kl. 20:00 ætlar Helgi að segja okkur frá þessari skemmtilegu og athyglisverðu ferð og sýna valdar myndir frá Úganda. Nærri 1100 fuglategundir hafa sést í landinu og þar er besti staður í heimi til að kynnast nánum ættingjum okkar, górillunum.

Mannlíf er og fjölbreytt og lá Helgi ekki á liði sínu við að mynda það meðfram dýralífinu.

Allir eru velkomnir

Frítt inn fyrir félagsmenn og 500 krónur fyrir utanfélagsmenn.

Details

  • Date: 20.11.2019
  • Time:
    20:00 - 22:00
  • Event Category:

Organizer

Venue