Loading Events

« All Events

Garðfuglakönnun vetrarlangt 2025-26

26.10.2025 @ 08:00 - 19.04.2026 @ 17:00
Free
Nú fer að bresta á með garðfuglakönnun vetrarlangt.

Allir sem hafa aðgang að garði þar sem hægt er að fylgjast reglulega með fuglum og gefa þeim fóður ef vill eru velkomnir til þátttöku.

Garðfuglakönnun Fuglaverndar stendur yfir vetrartímann, vanalega frá lokum október og fram í apríl þegar fer að vora. Garðfuglakönnunin hefur verið gerð árlega allt frá 1994.

Tilgangur garðfuglakönnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi. Það skiptir ekki máli þó fólk byrji aðeins seinna að telja eða hætti fyrr – aðalatriðið er að vera með.

Garðar fóstra víða auðugt lífríki og gegna hlutverki í vistkerfi því sem nær að dafna á byggðu bóli. Meira um fuglagarðinn og hvernig laða má fleiri fugla að garði.

Upplýsingar um garðfuglakönnun og eyðblöðin sem fylgja könnunni má finna hér.

 

Fuglavernd hvetur sem flesta að taka þátt. Þetta getur hentað einstaklingum jafnt sem fjölskyldum og er einkar fræðandi iðja.

Details

Start:
26. október @ 08:00
End:
19.04.2026 @ 17:00
Cost:
Free
Event Categories:
,

Organizer

Fuglavernd
Phone
5620477
Email
fuglavernd@fuglavernd.is
View Organizer Website

Venue

Ísland
Iceland + Google Map