- This event has passed.
Fýlsungabjörgun
11.08.2022 - 15.09.2022
Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að fara í Rangárþing og Mýrdalin og bjarga fýlsungum.
Það verða einstaklingar með reynslu sem geta veitt ráðleggingar, hægt verður að senda þeim skilaboð eða hringja i þá.
Fýlsungar eru að yfirgefa hreiður frá miðjum águst fram í miðjan september. Þeir svífa frá syllunni sinni og ná oft ekki út í sjó og lenda þá á landi milli varpstöðva og sjávar.
Fýlsungar eru stríðaldir af foreldrum sínum svo þeir verða of þungir til flugs. Fýlavarp hefur teygt sig lengra inn til landsins, fjær sjó en hentugt er fyrir fýlsunga. En fýlum hefur fjölgað á s.l. áratugum og fýlahjón leita sér að góðu hreiðurstæði í björgum.
Nokkrar ástæður eru fyrir vali á björgum fjarri sjó. Þar má telja að sjóbjargastæðin eru frátekin, viðkomandi fýll ólst upp á syllu t.d. í Markarfljótgljúfrum og leitar heim.