Fuglaskoðun á alþjóðlegum degi farfugla 11. október
Fuglaskoðun
Alþjóðlegi farfugladagurinn að hausti árið 2025 er laugardag 11. október og við förum í fuglaskoðun. Hálfgerð óvissuferð á þessum árstíma en alltaf einhverjir á flugi.
Farið verður á einkabílum og við hittumst á bílaplaninu hjá Garðskagavita kl. 11.
Mikilvægt:
-Vinsamlega skráið ykkur fyrir kl. 13 fimmtudaginn 9. október í netfangið fuglavernd@fuglavernd.is
-Verið vel klædd
-Sjónauki
Skimum eftir fuglum á Garðskaga og í Njarðvíkum klædd eftir veðri og vindum með sjónauka.
Háfjara er í kringum kl. 14:30.
Þeir sem eiga ekki bíl munu væntanlega geta fengið far með öðrum.
Kaffihúsið Röstin verður opið frá kl. 12 og við getum farið þangað í mat eða kaffi eftir skoðun og á klóset.
Fararstjóri verður Anna-María Lind starfsmaður á skrifstofu Fuglaverndar.