Latest Past Events

Heiðagæsir – talning 12. – 13. október

Ísland

Ágætu gæsaáhugamenn Um áratugaskeið hafa gæsir verið talda á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum. Um næstu helgi, 12. - 13. október 2024 beinast talningar að heiðagæs. Því væri mjög gagnlegt að fá upplýsingar um þær heiðagæsir sem menn verða varir við hér á landi á næstu dögum, hvar þær sáust og eitthvað mat á fjölda þeirra. Þessar […]

Free

Frumsýning: Heimildarmyndin Fuglalíf sem fjallar um Jóhann Óla Hilmarsson

Fuglavernd barst fréttatilkynning um heimildarmynd á RIFF kvikmyndahátíð Jóhann Óli Hilmarsson var á dögunum sæmdur náttúruverndarviðurkenningu, kennda við Sígríði Tómasdóttur frá Brattholti, á degi íslenskrar náttúru, þann 16.september síðastliðinn. Þann 29. September næstkomandi verður frumsýnd heimildarmyndin Fuglalíf, eftir Heimi Frey Hlöðversson á kvikmyndahátíðinni RIFF. Myndin varpar ljósi á líf og starf Jóhanns Óla og er […]

ISK2190

Fuglaskoðunarganga í Friðlandi í Flóa 27. júní

Friðlandið í Flóa Floi bird reserve, Ölfus

Fimmtudag  27. júní  verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa og leiðsögumaður að þessu sinni er Ísak Ólafsson líffræðingur.  Brottför er frá fuglaskoðunarhúsinu við bílastæðið í Friðlandinu Fuglaskoðunin hefst kl. 18:30 Tímalengd: 1-1,5 klt. Nauðsynlegur fatnaður: Gúmmístígvél. Hlýr fatnaður. Mikilvægur útbúnaður: Sjónauki. Hámarksfjöldi er 20 manns. Vinsamlega skráið ykkur með tölvupósti til fuglavernd@fuglavernd.is […]

Free