Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Fuglarnir í borginni – myndasýning

07.12.2023 @ 19:30 - 20:30

IKR1000

Sýning á fuglaljósmyndum í húsi Arionbanka við Borgartúni 19
Fimmtudaginn 7. desember kl 19.30

Frítt inn fyrir félaga í Fuglavernd.

Árni Árnason fjallar um myndir af fuglum sem hann hefur myndað undanfarin ár á öllum ártstíðum á höfuðborgarsvæðinu. Helstu myndunarstaðir hafa verið Reykjavíkurtjörn og Vatnsmýrin, höfnin og Hólavallagarður, Öskjuhlíð, Fossvogur, Elliðavatn, Bakkatjörn Seltjarnarnesi og Suðurnes. Sýndar verða myndir af fuglum sem eiga sér búsvæði eða eru tíðir gestir á áðurnefndum stöðum. Jafnframt fjallar Árni stuttlega um undirbúning ljósmyndasýninga og undirbúning ljósmynda og texta til prentunar.

Árni hefur haldið tvær sýningar á fuglaljósmyndum: Sumargestir í Listhúsi Ófeigs 2020 og Fuglalíf – fuglarnir í nágrenni okkar í Gallerí Gróttu 2021. Hann hefur ennfremur gefið út tvær bækur um fugla handa börnum, Stafróf fuglanna útg. 2022 og Lesum um fugla sem kom út nú í haust. Fyrri bókin er stafrófskver ætlað börnum sem eru að læra að lesa og sú seinni er miðuð fyrir börn sem eru að að verða sjálfbjarga í lestri.

Details

Date:
07.12.2023
Time:
19:30 - 20:30
Cost:
IKR1000
Event Category:

Organizer

Fuglavernd
Phone
5620477
Email
fuglavernd@fuglavernd.is
View Organizer Website

Venue

Sal Arionbanka
Borgartún 19
Reykjavík, 105
+ Google Map