- This event has passed.
Fuglaskoðun I – Friðlandið í Flóa
02.06.2018 @ 17:00 - 18:00
FríttSjálfboðaliðar og félagar í Fuglavernd bjóða í júní uppá leiðsögn um Friðlandið í Flóa.
Laugardaginn 2. Júní 2018 kl. 17:00 verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa og leiðsögumaður að þessu sinni er Jóhann Óli Hilmarsson ljósmyndari, höfundur Fuglavísis og formaður Fuglaverndar.
Fuglaskoðunin hefst kl. 17:00. Brottför er frá fuglaskoðunarhúsinu sem stendur við bílastæðið í Friðlandinu. Gera má ráð fyrir um klukkustund til að sjá, heyra og upplifa fuglalífið í Friðlandinu.
Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalíf Friðlandsins í Flóa er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma, en nærri 25 fuglategundir verpa þar að staðaldri. Einkennisfugl svæðisins er lómurinn, sem var fugl ársins 2017 hjá Fuglavernd.
Friðlandið í Flóa er votlendi sem hafist var handa við að endurheimta árið 1997 í samstarfi Fuglaverndar og sveitarfélagsins (nú Árborgar). Lesa meira um Friðlandið í Flóa, gróður, dýralíf og starf Fuglaverndar á svæðinu.
Mikilvægt er að vera vel skóaður, í stígvélum eðan nær vatnsheldum skóm, því það er frekar blautt á. Sjónauka og handbók um fugla er tilvalið að grípa með.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Aðkoma
Aðkoma í Friðlandið er frá Eyrarbakkavegi, ca. fyrir miðju Eyrarbakkaþorpi. Til að finna skoðunarhúsið er ekið til norðurs framhjá bænum Sólvangi og áfram sem leið liggur norður Engjaveg, síðan er beygt til vinstri, þar sem skilti vísar á Stakkholt og bílastæði. Skoðunarhúsið er eina byggingin í mýrinni og blasir við víða að.