Tiltekt í friðlandinu í Vatnsmýrinni – Hollvinir tjarnarinnar

Hollvinir tjarnarinnar eru óformlegur hópur sjálfboðaliða á vegum Fuglaverndar sem hafa árlega hittst við Norræna Húsið og tekið til í friðlandi fugla í Vatnsmýrinni. Sjálfboðaliðar hafa týnt rusl á svæðinu og lagt greinar í bakka til að varna landbroti og fleiri verk.   Framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar standa yfir á svæðinu. Markmiðið er að gera svæðið  aðlaðandi varpsvæði fyrir endur og mófugla.

Þessa sömu helgi, 7.-8. apríl er umhverfishátíð í Norræna húsinu,  frá kl. 13-17 báða dagana og verður Fuglavernd einnig með kynningu á félaginu þar.

Friðlandið í Vatnsmýrinni er með Facebooksíðu

Í ár ætlum við að hittast í tiltektina laugardaginn 7. apríl kl. 13-17.

Allir velkomnir.

 

Hollvinir Tjarnarinnar 2013

Tiltekt í friðlandinu í Vatnsmýri

Laugardaginn 8. apríl 2017 standa Hollvinir Tjarnarinnar fyrir árvissri tiltekt á friðlandinu í Vatnsmýrinni við Norræna Húsið.

Við ætlum að hittast við Norræna húsið kl. 11. Helstu verkefni eru ruslatínsla, hanskar og pokar verða á staðnum.

Norræna húsið og Aalto bistro bjóða uppá hádegishressingu, súpu og kaffi. Sjálfboðaliðar eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig, til að áætla fjölda.

Skráning í tiltekt í friðlandinu í Vatnsmýri laugardag 8. apríl kl. 11-15. 

Eins og alltaf er velkomið að koma síðar um daginn og slást í hópinn.