Laugardaginn 11. maí er Alþjóðlegi farfugladagurinn að vori. Að því tilefni efnir Fuglavernd til fuglaskoðunar við Garðskagavita kl. 14:00. Trausti Gunnarsson ritari Fuglaverndar og leiðsögumaður verður þar með fjarsjá, leiðbeinir um fugla sem hægt er að sjá og um staði í nágrenninu þar sem hægt er að skoða fugla.
Alþjóðlegi farfugladagurinn í ár leggur áherslu á plastmengun í sjó og hvernig við getum verið hluti af lausninni. Sjá nánar á: https://www.worldmigratorybirdday.org/
Öflugur sjónauki er á Garðskaga þar sem skoða má sjófugla að veiðum og hvali í Garðsjónum.
Veitingahúsið Röstin er til húsa í Byggðasafninu og er opið árið um kring.
Þátttakendur koma sér á eigin vegum á staðinn og eru allir velkomnir.
CAFF stendur fyrir Conservation of Arctic Flora and Fauna eða verndun gróðurs og dýralífs á Norðurskautinu var að gefa út skýrslu: State of the Arctic Marine Biodiversity Report eða Ástand líffræðilegs fjölbreytileika sjávar á Norðurskautinu. Efni skýrslunar er mjög yfirgripsmikið allt frá botndýrum og svifi yfir í fiska, sjávarspendýr og sjófugla.
Sem dæmi má nefna að mörgum tegundum sjófugla fækkað í Norðaustur Atlantshafi, í Noregi, á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Ísmáfinum hefur fækkað um 80-90% síðustu 20 ár í heimskautaeyjum Kanada og Norðaustur Atlantshafi og í Rússlandi hefur útbreiðsla skroppið saman í samræmi við hopun ísjaðarsins til norðurs.
Allir þeir sem láta sig umhverfið varða, sem og fuglavernd ættu ekki að láta þetta efni framhjá sér fara.
Við notum vafrakökur og aðra mælingatækni til að bæta vafraupplifun þína á vefnum okkar, sýna persónulegt efni, greina umferð um vefinn og skilja hvaðan úr veröldinni við fáum heimsóknir á vefinn okkar. Persónuverndarstefna okkar tók gildi 20. júlí 2018.
Með því að velja OK samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum og öðrum rekjanleika.
OKNeiPersónuverndarstefna