Alþjóðlegi votlendisdagurinn er 2. Febrúar ár hvert.
Dagurinn er til að minnast Ramsarsamningsins sem var undirritaður í írönsku borginni Ramsar þennan dag árið 1971. Ramsarsamningurinn er alþjóðasamningur um verndun votlendis, sérstaklega sem lífsvæði fyrir fugla. Árið 2016 eru aðilar að samningnum orðnir 169 og 2.252 svæði eru vernduð af samningnum.
Lesa meira um Ramsarsamninginn á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytis.
Markmið dagsins er að vekja vitund almennings á mikilvægi og virði votlendis.
Votlendi er samheiti yfir fjölda vistgerða eða búsvæða sem eru á mörkum lands og vatns. Vanalega eru vötn og grunnsævi, mýrar og ár flokkuð sem votlendi á Íslandi. Vatn er grunnforsenda fyrir lífi og gerir manninum mögulegt að nýta landið. Votlendi er einnig mikilvæg náttúruauðlind og forsenda fyrir ríkulegu og fjölbreyttu gróðurfari og dýralífi. Votlendi er meðal þeirra vistkerfa á jörðinni þar sem framleiðni er mest og það er jafnframt uppvaxtarsvæði fyrir fjölda tegunda, þar á meðal tegunda sem hafa efnahagslega þýðingu.
Viðburðurinn á Facebook: Alþjóðlegi votlendisdagurinn 2. febrúar 2017
Ramsarsvæðin á Íslandi
Á Íslandi var samningurinn gildur 2. Apríl 1978 og þá tilheyrðu honum þrjú svæði: Mývatn-Laxá, Þjórsárver og Grunnafjörður norðan Akrafjalls. Árið 2013 fjölgaði svæðunum í sex og þá bættust við Eyjabakkasvæðið, friðlandið í Guðlaugstungum og verndarsvæði blesgæsa í Andakíl við Hvanneyri.
Ljósmyndasamkeppni fyrir 18-25 ára
Frá 2. Febrúar og fram til 2. Mars stendur ljósmyndasamkeppni sem opin er öllum á aldrinum 18-25 ára. Til þess að taka þátt er farið á www.worldvetlandsday.org og hlaðið upp ljósmynd af hvers konar votlendi. Vinningur er flugmiði til þess að heimsækja eitthvert Ramsarsvæði í boði Star Alliance Biosphere Connections.
Vefur Alþjóðlega votlendisdagsins http://www.worldwetlandsday.org/