Í upphafi skyldi endinn skoða.

Að beisla vindinn og nýta til rafmagnsframleiðslu getur hljómað vel í eyrum margra, sérstaklega þegar litið er til þeirrar loftslagsváar sem við stöndum frammi fyrir og nauðsyn þess að beina orkuframleiðsla inn á umhverfisvænni brautir. Litið er til grænna lausna í auknum mæli, en er nýting vindorka eins græn og haldið hefur verið á lofti?
Á málþinginu verður sjónum beint sérstaklega að mögulegum áhrifum vindorkuvera á fuglalíf á Íslandi. Farið verður yfir stórtækar hugmyndir um vindmyllugarða og hvernig staðsetning þeirra skarast við mikilvæg fuglasvæði á landi og sjó og gætu haft neikvæð áhrif á sumar fuglategundir. Erum við tilbúin að taka slíka áhættu? Gæti opinber stefnumótun og löggjöf komið í veg fyrir umhverfisslys í þessum málum og þá hvernig?

Þeir sem vilja fylgjast með í streymi opni þennan hlekk: https://vimeo.com/event/3166215

Fundarstjóri er Guðrún Pétursdóttir.

16:00-16:05 Ólafur Karl Nielsen, formaður Fuglaverndar setur málþingið.

16:05-16:10 Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson.

16:10-16:35 Vindmylluáform og mikilvæg fuglasvæði.
Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Náttúrufræðistofnun Íslands.
Hér verður farið yfir þau áform um vindmyllugarða sem komið hafa til tals síðustu ár. Rætt verður um skörun við mikilvæg fuglasvæði og mikilvægar farfuglaleiðir og afleiðingar af því að setja upp þessa garða. Fjallað verður um nauðsyn þess að mikilvæg fuglasvæði og jaðarsvæði þeirra verði friðuð fyrir vindorkuvinnslu.

16:35-16:55 Vindorkuver og íslenskir fuglar.
Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur á Náttúrustofu Norðausturlands
Gerð verður grein fyrir þeim áhrifum sem vindorkuver geta haft á fuglalíf almennt og hvaða aðferðum er beitt við mat á þeim hér á landi. Fjallað verður um þá þætti, bæði í umhverfi og líkamsgerð fugla, sem hefur áhrif á viðkvæmni þeirra fyrir vindorkuverum og gerð tilraun til að flokka íslenskar fuglategundir með tilliti til þessarar viðkvæmni.

16:55-17:15 White tailed sea eagles and wind turbines
Dr. Oliver Krone, Leibniz Institute for Zoo and Wildlife Research (IZW), Berlin, Germany.
White-tailed sea eagles (WTSE) are among the birds which are frequently killed by wind power plants (WPP). In relation to population size the WTSE is the species mostly affected. In order to reduce the frequency of collisions and to protect the eagles include a minimum distance of a new installed wind turbines to known nests. Research to better understand the reasons for collisions and develop mitigation measures are becoming increasingly important since WPP, as renewable energy sources are planned to increase significantly to match the goals of the government. New legislation will facilitate and accelerate the construction of new WPP in Germany with negative consequences for the eagles.

17:15-17:35 Vindorkuver á sjó við Ísland. Hvað þarf að varast? Ib Krag Petersen, Senior Advisor at Aarhus University.
Greint verður mjög stuttlega frá reynslu annarra þjóða af áhrifum vindmyllugarða á sjó á fuglalíf. Farið verður yfir stöðu þekkingar hérlendis á mikilvægum fuglasvæðum á sjó og skoðað hvaða sjófuglategundir gætu helst orðið fyrir áhrifum af slíkum görðu hér við Ísland og af hverju. Settar verða fram vangaveltur um hvaða þekkingargöt þyrfti helst að bæta og hvort vindmyllugarðar á sjó séu eitthvað sem Íslendingar ættu að skoða yfir höfuð – væru aðrar útfærslur betri? Erindið verður á ensku.

17:35-17:55 Umhverfisáhrif vindorkuvera.
Egill Þórarinsson, sviðsstjóri á sviði umhverfismats.
Í erindinu verður fjallað um möguleg umhverfisáhrif af byggingu og rekstri vindorkuvera. Auk mögulegra áhrifa á fugla getur uppsetning og rekstur vindorkuvera haft áhrif á aðra þætti eins og landslag, fólk, umferð og vatnafar svo eitthvað sé nefnt. Þá geta framkvæmdum við uppbyggingu vindorkuvera fylgt aðrar framkvæmdir sem einnig geta haft áhrif á umhverfið. Greint verður frá því hvað framkvæmdir við vindorkuver fela í sér og hvernig vindorkuver geta haft áhrif á hina ýmsu umhverfisþætti.

17:55-18:10 Áætlanir og stefna um vindorkuver á Íslandi.
Skúli Skúlason, prófessor Háskólanum á Hólum og Náttúruminjasafni Íslands
Rætt verður um lagaramma, áætlanir og stefnu stjórnvalda um vindmyllur og umhverfisáhrif þeirra. Sérstök áhersla verður á hlutverk, vinnu og stöðu Áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (Rammaáætlun) og hvernig haga megi vinnubrögðum á opinberum vettvangi til að vernda fugla og aðra náttúru fyrir neikvæðum áhrifum framkvæmda af þessu tagi.

18:10 -18:40 Pallborðsumræður í ráðstefnulok sem Guðrún Pétursdóttir stjórnar.

18:40 Fundarstjóri slítur ráðstefnunni

Léttar veitingar í ráðstefnulok

Allir velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og enginn er aðgangseyrir.

Þeir sem vilja fylgjast með í streymi opni þennan hlekk: https://vimeo.com/event/3166215

Rauðbrystingar á flugi

Viltu leggja vísindunum lið?

Viltu leggja vísindunum lið? – Hlutverk almennings í vöktun og rannsóknum á lífríkinu

Málstofa í Norræna húsinu kl. 12:00, miðvikudag 16. október 2019

Vísindamenn gegna lykilhlutverki í rannsóknum á lífríkinu og ráðgjöf til stjórnvalda um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. En almenningur getur lagt þeim lið við öflun gagna. Til þess þarf að byggja brú á milli vísinda og samfélags. Reynslan sýnir að það getur leitt úr læðingi margfeldisáhrif sem ná langt út fyrir þekkingaraukann sem slíkan, ekki síst í formi viðhorfsbreytinga, umhverfislæsis, ábyrgari hegðun og aukinnar færni í umönnun náttúrunnar.

Samstarf af þessu tagi er þekkt hér á landi. Fuglavernd og Jöklarannsóknafélagið eru góð dæmi þar um. Meiri reynsla er þó komin af samstarfi almennings og vísindamanna víða erlendis. Það gengur undir ýmsum nöfnum. „Citizen science“, „co-generation of knowledge“ og „social learning“ eru dæmi þar um. Þróunin hefur verið hröð og í samræmi við það hafa stjórnvöld í nokkrum löndum mótað stefnu, samtök verið stofnuð,  bækur ritaðar til að styrkja grunninn og veita leiðsögn um hvernig best er að standa að og ekki síst hraða þessari mikilvægu byltingu í öflun, miðlun og hagnýtingu þekkingar.

Þessari reynslu vilja Norðurlönd í fókus, Landgræðsluskólinn, Landvernd, Fuglavernd, Rannsóknarsetur um norðurslóðir og umhverfis- og auðlindafræði í HÍ koma á framfæri hér á landi. Því boða þessir aðilar til málstofu um þetta efni í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 16. október. Málstofan hefst kl. 12:00 og stendur í liðlega klukkustund.

Framsöguerindi flytja:

Simon Leed Krøs, verkefnisstjóri Biodiversitet Nu í Danmörku.

Verkefnið er á vegum Danmarks Naturfredningsforening og hefur virkjað þúsundir Dana til að skrá upplýsingar um náttúru landsins. Þetta eru systursamtök Landverndar sem stendur/standa að baki verkefninu.

Pâviâra K Jakobsen, Naturressourcerådet i Attu á Vestur-Grænlandi.

Náttúruauðlindaráðinu í Attu voru veitt Umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs 2018 fyrir ötult starf þar sem veiðimenn eru virkjaðir til að skrásetja upplýsingar um lífríkið sem nota má við stjórnun hafsvæða.

Eftir að framsöguerindi hafa verið flutt verða pallborðsumræður með þátttöku íslenskra náttúrvísindamanna, en þeir eru: Kristinn Haukur Skarphéðinsson vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor í Háskóla Ísland.

Málstofan fer fram á ensku og er öllum opin.

Vel heppnað málþing: Veitir válisti vernd?

Föstudaginn 22. september héldu Fuglavernd, Háskóli Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands málþingið Veitir válisti vernd?

Á málþinginu voru flutt fjölmörg áhugaverð erindi, um válista almennt, lagalega stöðu hér á landi og á nágrannalöndunum og um þær fuglategundir sem hafa laka stöðu, bæði fargesti og staðbundnar tegundir.

Craig Hilton-Taylor yfirmaður válista hjá IUCN Alþjóða náttúruverndarsamtökunum var sérstakur gestur fundarins. Umhverfis- og auðlindaráðherra Björt Ólafsdóttir ávarpaði fundinn. Þá átti Craig einnig fund með starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar sem starfa að verð válista, fyrir fugla, plöntur og spendýr en sá válisti er í bígerð á Íslandi í fyrsta sinn.

Hér eru nokkrar svipmyndir frá fundinum, en upptökur af erindunum verða einnig aðgengilega á vefnum en eru enn í vinnslu.

 

Veitir válisti vernd? – Svipmyndir

Plastgleði þín og plastsorg er raunveruleg

– Málþing um stöðu og lausnir á plastvandanum

Opið málþing í Háskóla Íslands um plastvandann og hvaða lausnir eru í sjónmáli. Málþingið er skipulagt af aðstandendum árvekniátaksins Plastlaus september í samstarfi við Námsbraut í umhverfis- og auðlindafræðum og Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands. Fjallað verður um plastmengun í hafi og aðgerðir Evrópusambandsins gegn plastmengun, stöðu Íslands varðandi þennan málaflokk, örplast í fráveitum, endurvinnslumöguleika plasts, og loks hvaða úrræðum Íslendingar geta beitt til þess að sporna við ofgnótt plasts í umhverfinu.

Málþingið fer fram bæði á ensku og íslensku og er öllum opið og gjaldfrjálst. Boðið verður upp á léttar veitingar að dagskrá lokinni. Til að áætla megi fjölda gesta er nauðsynlegt að þátttakendur skrái sig á plastlausseptember.is.

Dagskrá:

  • Plaststefna Íslands – Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
  • Örplast í fráveitu – Íris Þórarinsdóttur, tæknistjóri fráveitu hjá Veitum
  • Endurvinnsla á plasti – Gyða Sigríður Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Sorpu
  • Leysum plastvandann – Dr. Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri frá Landvernd
  • EU action to combat marine litter – Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi

Fundarstjóri: Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða.

Að loknum erindum verður opnað á spurningar og umræður úr sal.

Boðið verður upp á léttar veitingar að dagskrá lokinni.

Veitir válisti vernd? – Málþing um íslenska fuglaválistann

Fuglavernd, Háskóli Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands bjóða til málþings föstudaginn 22. september um válista fugla á Íslandi. Tilefnið er nýuppfærður listi Náttúrufræðistofnunar sem verður brátt aðgengilegur á vef stofnunarinnar. Fundurinn verður haldinn í Öskju húsi Náttúrufræða við Háskóla Íslands frá kl.15:00 og er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Boðið verður upp á léttar veitingar í lok fundarins.

Fjallað verður um válista almennt, lagalega stöðu hér á landi og á nágrannalöndunum og um þær fuglategundir sem hafa laka stöðu, bæði fargesti og staðbundnar tegundir. Jafnframt því að velta fyrir sér hversvegna sumar tegundir eiga frekar undir högg að sækja en aðrar verður velt upp spurningum um þýðingu válista fyrir tegundir í hættu og hvort lök staða ætti að kalla sjálfkrafa á viðbragsáætlun eða aðgerða að hálfu hins opinbera.

Craig Hilton-Taylor yfirmaður válista hjá IUCN Alþjóða náttúruverndarsamtökunum verður sérstakur gestur fundarins en hann mun meðal annars fræða okkur um hugmyndafræðina að baki válistum sem var þróuð af IUCN upp úr miðri síðustu öld. Umhverfis- og auðlindaráðherra Björt Ólafsdóttir ávarpar fundinn.

Þetta er áhugaverður fundur fyrir alla þá sem áhuga hafa á dýra- og náttúrvernd, lagalegri stöðu umhverfismála og ábyrgð okkar í alþjóðlegu umhverfi.

Dagskrá

15:00 Jóhann Óli Hilmarsson formaður Fuglaverndar setur málþingið

15:05 Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir, verður með ávarp.

15:15 Alþjóðlegir válistar

Craig Hilton-Taylor yfirmaður válistadeildar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN).

15:40 Íslenskir válistar

Starri Heiðmarsson sviðstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

15:50 Fuglavernd og válistar

Menja Von Schmalensee sviðstjóri á náttúrustofu Vesturlands.

16:00 Nýr fuglaválisti

Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

16:20 Lundinn – algengasti fugl landsins á válista!

Erpur Snær Hansen sviðstjóri viðstfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands.

16:30 Rjúpan – vinsælasta veiðibráðin á válista!

Ólafur Karl Nielsen vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Meðhöfundur: Jenný Brynjarsdóttir prófessor við Case Western Reserve University.

16:40 Sjálfbærar fuglaveiðar

Elvar Árni Lund fyrrverandi formaður Skotvís

16:50 Fundarstjóri, Arnór Þórir Sigfússon, sér um samantekt og umræður

Léttar veitingar í dagskrárlok

Fundarstjóri er Arnór Þórir Sigfússon dýravistfræðingur hjá Verkís. Að undirbúningi komu Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Freydís Vigfúsdóttir, starfsmenn og stjórn Fuglaverndar.  

Við þökkum umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og breska fuglaverndarfélaginu (RSPB) stuðninginn.

 

Skráning

Skráning á málþingið: Veitir válisti vernd? föstudaginn 22. september kl. 15:00

 


Fuglavika í Reykjavík

Reykjavíkurborg – Reykjavík – Iðandi af lífi- og Fuglavernd standa fyrir fuglaviku í Reykjavík dagana 17.-23. október þar sem boðið verður uppá margs konar fræðsluviðburði með það að markmiði að vekja athygli á því fjölskrúðuga fuglalífi sem glæðir borgina árið um kring.

Fuglavikan hefst með málþingi í Norræna húsinu, undir yfirskriftinni Fuglar í borg. Þar verður sagt frá skemmtilegum fuglaskoðunarstöðum í borginni, rætt um búsvæði og vernd og einnig verður rætt um fuglatengt starf með leikskólabörnum.

Þá verður boðið upp á fuglaskoðun á ólíkum stöðum í borginni alla fuglavikuna, þar sem ein þeirra verður á ensku. Einnig er nýr fræðslubæklingur í smíðum um fuglaskoðunarstaði í Reykjavíkurborg og verður bæklingurinn gefinn út bæði á íslensku og ensku.

Málþingið verður haldið laugardaginn 17. október undir yfirskriftinni “Fuglar í borg” og byrjar klukkan 13:00 í Norræna húsinu. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Þrjú erindi verða á málþinginu.
Fuglar og búsvæði borgarinnar – Snorri Sigurðsson.
Mínir fuglaskoðunarstaðir –  Elma Rún Benediktsdóttir.
Fuglavinna með börnum – Sigrún Björg Ingþórsdóttir.

Fuglaskoðanir
Laugardaginn 17.okt. Fuglaskoðun – Vatnsmýrin / Tjörnin kl.15:00

Við byrjum á að skoða fugla í Vatnsmýrinni – lagt af stað frá Norræna húsinu beint eftir málþingið kl.15:00. Edward Rickson leiðir gönguna.

Sunnudaginn 18. okt. Fuglaskoðun – Strandfuglar í Skerjafirði kl.15:00
Hist við Skeljanes í Skerjafirði við strætóskýlið. Mikið fuglalíf er á þessum slóðum allan ársins hring. Börn eru sérstaklega boðin velkomin :-). Hópinn leiða þau Ásgerður Einarsdóttir og Snorri Sigurðsson.

Mánudaginn 19. okt. Fuglaskoðun á ensku –  Tjörnin kl.13:00
Hist við Ráðhús Reykjavíkur.

Þriðjudaginn 20. okt. Fuglaskoðun við Elliðavatn
Hist við Elliðavatnsbæinn – kl 16:15. Á haustin og veturna halda ýmsar andategundir sig við vatnið. Einnig verður leitað að skógarfuglum.

Miðvikudaginn 21. okt. Fuglaskoðun – Laugarnes kl.13:00
Hist við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Snorri Sigurðsson leiðir fuglaskoðunina. Laugarnes er heppilegur staður til að horfa yfir sundin og fylgjast með sjófuglum.

Fimmtudaginn 22. okt. Garðfuglar og fóðurgjafir – Grasagarður Reykjavíkur kl.10:00
Fuglafræðsla í Grasagarði Reykjavíkur. Hist við innganginn í garðinn.

Föstudaginn 23. okt. Fuglaskoðun – Elliðaárdalur kl.14:00
Hist við Árbæjarstíflu. Anna María Lind Geirsdóttir leiðir fuglaskoðunina og eru börn boðin hjartanlega velkomin ásamt foreldrum eða kennurum.

 Munum að klæða okkur eftir veðri – og taka sjónauka og jafnvel fuglabók með.