Athugið að frá og með 1. september mun verslun Fuglaverndar þurfa að greiða virðisaukaskatt. Þar af leiðandi muna vörurnar okkar flestar hækka því sem nemur. Ástæðan er góð afkoma verslunarinnar. Loka
Hafnarhólmi á Borgarfirði eystra er frábær staður heim að sækja og við hvetjum alla þá sem ætla að leggja land undir fót í sumar að heimsækja Hafnarhólma. Þar er að finna fjölskrúðugt fuglalíf og aðstaða til fuglaskoðunar er með því besta sem gerist á landinu.
Fuglavernd hlaut að erfðagjöf meirihluta í hólmanum árið 2017, en hér má lesa allt um Hafnarhólmann, Búsvæðavernd>Hafnarhólmi.
Mánudaginn 11. mars 2019 var kjörin ný stjórn á aðalfundi Fuglaverndar.
Jóhann Óli Hilmarsson lét af formennsku en hann hefur verið formaður Fuglaverndar allt frá árinu 1999. Jóhann Óli sat fyrst í stjórn á árunum 1974-1977, þá gerði hann tíu ára hlé en kom aftur inn í stjórnina árið 1987 og tók við formennsku 1999. Í hans stað gaf kost á sér Ólafur Karl Nielsen en hann hefur verið varaformaður félagsins. Þá gaf Sindri Skúlason ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Voru þeim í lok fundarins færðir þakklætisvottur fyrir störf sín í þágu félagsins.
Ný stjórn var kjörin með einróma lófataki, en hana skipa:
Ólafur Karl Nielsen – formaður, Daníel Bergmann, Erpur Snær Hansen, Halla Hreggviðsdóttir, Menja Von Schmalensee, Snæþór Aðalsteinsson og Trausti Gunnarsson. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar skiptir hún með sér verkum, aðeins formaður er kjörinn sérstaklega á aðalfundi félagsins.
Áður en tekið var til hefðbundinna aðalfundarstarfa flutti Jóhann Óli erindi um fuglaskoðun á Borgarfirði eystra og Ólafur Karl Nielsen gerði grein fyrir athugunum á fuglalífi í Njarðvík og Hafnarhólma á Borgarfirði eystra. Um fuglalíf Njarðvíkur má lesa meira á: Verkefnin>Njarðvík.
Fundurinn var fjölsóttur og meðal félagsmanna sem tóku þátt í umræðum á fundum er greinilegur áhugi á að Fuglavernd takist vel til í hlutverki landeiganda á fjölsóttum ferðamannastað. Að leiðarljósi verði náttúruvernd sem er grunnstarfsemi félagsins sem og sjálfbærni og fræðsla en það eru aðrar meginstoðir í stefnu Fuglaverndar.
Aðalfundur Fuglaverndar 2019 verður haldinn mánudaginn 11. mars kl. 16:30 í sal á neðstu hæð Bókasafns Kópavogs að Hamraborg 6a. Við ætlum að byrja á að vera með stutt erindi um þá erfðagjöf sem Magnús Þorsteinsson færði félaginu þ.e.a.s. hluta í Hafnarhólma og Njarðvík í Borgarfirði Eystri.
Samkvæmt lögum félagsins hefur aðalfundur æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal halda fyrir sumardaginn fyrsta ár hvert og skal dagskrá hans vera sem hér segir:
Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu almanaksári.
Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
Breytingar á samþykktum félagsins samkvæmt 7. gr.
Kosin stjórn samkæmt 5 gr. samþykkta félagsins.
Kosinn skoðunarmaður félagsreikninga og einn til vara.
Við notum vafrakökur og aðra mælingatækni til að bæta vafraupplifun þína á vefnum okkar, sýna persónulegt efni, greina umferð um vefinn og skilja hvaðan úr veröldinni við fáum heimsóknir á vefinn okkar. Persónuverndarstefna okkar tók gildi 20. júlí 2018.
Með því að velja OK samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum og öðrum rekjanleika.