Þúfutittlingur á hvönn. Ljósmynd © Árni Árnason

Rúðudauðinn – Áflug fugla á rúður

Milljónir fugla um allan heim drepast þegar þeir fljúga á rúður. Fuglarnir átta sig ekki alltaf á því að rúða er í veginum, og halda að leiðin sér greið. Þeir fuglar hérlendis sem fljúga á rúður eru helst þúfutittlingar, skógarþrestir, auðnutittlingar og hrossagaukar.

Fuglavernd selur skuggamynd af fálka til að líma á rúður. Athugið að betra er að líma árekstrarvörnina á rúðuna utanverða því annars getur skuggamyndin horfið í speglun af umhverfinu.  Einnig er hægt að útbúa  sjálfur árekstrarvörn með t.d. tússliti, snæri eða öðru. Ein leið er að strika lóðréttar línur á utanverðri rúðu með vatnsheldum tússlit. Gott er að hafa 5-10cm á milli lína. Einnig er hægt að útbúa eða kaupa þar til gerð gluggahengi . Slík hengi eru kölluðá ensku acopian bird savers og hér fyrir neðan er linkur á ágætt myndband um slíkt. 

 

árekstrarvörn hvít – skuggamynd fálki
Fálkaskuggamynd - árekstrarvörn fyrir fugla
árekstarvörn – svört – skuggamynd fálki

 

Nokkra heimasíður með ráðleggingar

-Hér er góð norsk grein um áflug fugla á rúður

-American Bird Conservancy eru með heilmikið af ráðleggingum og uppskriftum að  rúðuvörnum fyrir fugla

-Hér eru góð ráð til að koma í veg fyrir áflug á heimsíðu The Humane Society of the United States

-Hér er að finna leiðbeiningar um hvernig maður býr til acopia fuglabjörgunarhengi.

 

Ráðstefna um mófugla 29.11

Laugardaginn 29. nóvember hélt Fuglavernd ráðstefnu um stöðu og vernd íslenskra mófuglastofna og þá ábyrgð sem við berum á þeim í alþjóðlegu samhengi. Erindin byggðu á nýlegum eða nýjum rannsóknum í fuglafræðum og niðurstaðan fróðleg fyrir alla þá sem áhuga hafa á íslensku fuglalífi.

Ráðstefnan bar yfirskriftina: Eiga mófuglar undir högg að sækja? Staða stofna, búsvæðavernd og alþjóðlegar skyldur og var haldin í salarkynnum Háskóla Íslands í Odda. Hún hófst á því að lagt var fram yfirlit yfir íslenskar mófuglategundir og útbreiðslu þeirra, svo var m.a. skýrt hversvegna sumir þessara stofna er eins stórir og raun ber vitni og hvernig það endurspeglar ábyrgð okkar íslendinga í alþjóðlegu samhengi og þær skuldbindingar sem við höfum undirgengist.
Landnotkun var rædd – hvaða áhrif t.d. landbúnaður og skógrækt hafa og svo var sérstakur lestur um mat á stofnum og hvernig best fari að vakta þá. Þetta var svo allt skoðað með verndun þessara stofna í huga. Fundurinn ályktaði og hefur ályktunin verið send til umhverfis- og auðlindaráðherra sem einnig gegnir embætti landbúnaðarráðherra.  Hér má sjá ályktunina. 

Dagskrá
10:10 Fundarstjóri Jón S. Ólafsson opnar ráðstefnuna.
10:15 Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri á skrifstofu landgæða umhverfis- og auðlindaráðuneytisins ávarpar ráðstefnuna í forföllum umhverfis- og auðlindaráðherra
10:25 Íslenskir mófuglastofnar, far og vetrarstöðvar
Sett var fram yfirlit yfir íslenskar tegundir og útbreiðslu.
Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
10:50 Búsvæðaval og vernd mófugla
Tómas Grétar Gunnarsson, vistfræðingur hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi.
11:15 Áhrif landnotkunar á mófuglastofna
Lilja Jóhannesdóttir, doktorsnemi hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurlandi.
11:40 Léttur standandi hádegisverður
12:10 Stofnmat og vöktun
Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands
12:35 Verndun og alþjóðlegar skuldbindingar
Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands
13:00 Fundarstjóri ber upp ályktun fundarins
13:15 Fundi slitið

Ráðstefnan var styrkt af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og er öllum opin og ókeypis.

Spói: JÓH