Hvað á að gera ef veikur villtur fugl finnst í nærumhverfi manna?
Frekari uppýsingar um fuglaflensuna og viðbrögð við henni er hægt að finna á heimasíðu MAST
Samkvæmt lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) bera sveitarfélög ábyrgð á að brugðist sé við að koma villtum dýrum í neyð til aðstoðar eða sjá til þess að þau séu aflífuð. Þeim sem verða varir við lifandi veika villta fugla í neyð í nærumhverfi manna ættu að:
Gæta þess að koma ekki mjög nálægt eða handleika fuglinn án sóttvarna svo sem einnota hanska og veiruheldrar grímu
Tilkynna strax um það til viðkomandi sveitarfélags. Sveitarfélaginu er skylt að bregðast við út frá dýravelferðarsjónarmiðum. Helst er mælt með að sveitarfélag kalli til dýralæknir til aflífunar á sjáanlega veikum dýrum eða að dýrin verði aflífuð með öðrum mannúðlegum hætti, sem ekki eykur áhættu á dreifingu á smitefni (skot, höfuðhögg eða blóðgun gæti aukið smitdreifingu). Ef sveitarfélagsskrifstofur eru lokaðar getur almenningur beint erindinu til lögreglu. Boð eftir dýralækni til hjálpar villtu dýri í neyð þarf að koma frá sveitarfélagi eða lögreglu, nema ef viðkomandi ætlar sjálfur að greiða fyrir útkallið.
Frekari upplýsingar um fuglaflensuna og viðbrögð við henni er hægt að finna á heimasíðu MAST