Stari

Stari
Stari. Ljósmynd: Örn Óskarsson.

Stari ber fræðiheitið Sturnus vulgaris og er af staraætt (Sturnidae).

Fræðiheiti: Sturnus vulgaris.

Ætt: Staraætt (Sturnidae).

Einkenni: Dökkur að lit, á sumrin slær blágrænni slikju á fjaðrahaminn. Á veturna er hann mjög doppóttur.

Búsvæði: Þéttbýli og sveitabæir.

Tveir starar
Starar. Ljósmynd: Örn Óskarsson.

Far: Staðfugl.

Varptími: Síðla apríl og fram eftir júní.

Fæða: Ýmis smádýr og æti sem þeir komast í s.s. brauð og matarafgangar sem skildir eru eftir á víðavangi. Kemur í fuglafóður s.s. brauð og feitmeti.

Stofnstærð: Giskað var á að íslenski varpstofn stara væri 3.000−4.000 pör kringum aldamótin (Náttúrufræðistofnun Íslands 2000). Sennilega hefur það verið vanmat þá og þar sem fuglum hefur fjölgað og þeir breiðst út síðan, má fullyrða að nú verpi hér a.m.k. 10.000 pör (Kristinn Haukur Skarphéðinsson o.fl. 2017).

EVRÓPA (VARPPÖR) ÍSLAND (VARPPÖR) ÍSLAND VETUR (EINSTAKLINGAR)
23.000.000-56.000.000 10.000 5.000-15.000

Hreiðurhús fyrir stara

Hreiðurhús fyrir stara má kaupa í vefversluninni, en stari vill gjarnan verpa í hreiðurhúsum.