Auðnutittlingar. Ljósmynd © Örn Óskarsson.
Auðnutittlingar. Ljósmynd © Örn Óskarsson.

Umræðan um loftslagsmál og umhverfismál vekja oft upp spurninguna: Hvað get ég gert? – Okkar svar er: Leggðu þitt af mörkum og taktu þátt í Fuglavernd.

Fuglavernd eru frjáls félagasamtök og reiða sig á árgjöld félaga sinna. Félagsgjöldin standa straum af grunnrekstri félagsins án þess að vera tengd ákveðnum verkefnum sérstaklega.

Hægt er að velja um fjölskylduaðild, einstaklingsaðild eða aðild fyrir ungliða og/eða eldri borgara.

Félagsmenn Fuglaverndar fá:

  • Áskrift að tímaritinu Fuglar
  • Frítt inn á viðburði á vegum félagsins
  • Forgang í fuglaskoðunarferðir á vegum félagsins

Þeir sem gerast félagar í byrjun árs 2018 fá einnig nýja útgáfu af bæklingnum Garðfuglar, að verðmæti 1.000 krónur.  Fimmtudagskvöldið 25. janúar er frítt inn fyrir félagsmenn á Fræðslukvöld um garðfugla.

 

Gerast félagi í Fuglavernd