Bókarkápa Væri ég fuglinn frjáls

Væri ég fuglinn frjáls

Það gleður okkur að segja frá því að við höfum lokið útgáfu fuglaskoðunarrits fyrir börn sem ber heitið: Væri ég fuglinn frjáls. Fyrstu skrefin í fuglaskoðun.  

Verkefnið er skrifað fyrir 4.-5. bekkinga, en höfðar þó til allra sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu skemmtilega og fræðandi áhugamáli, jafnt heima sem í skóla.  Myndir af algengustu fuglum Íslands eru á kápusíðum en það gerir ungum og áhugasömum fuglaskoðurum kleift að greina þá fugla sem þeir sjá.

Ritið er fáanlegt á skrifstofu okkar og kostar kr. 3000, –
Höfundur er Jóhann Óli Hilmarsson

Eftirtaldir styrktu útgáfuna:
Umhverfis-og auðlindaráðuneytið
Barnavinafélagið Sumargjöf
Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar
Valitor – Samfélagssjóður
Landsbanki Íslands – Samfélagssjóður

Og þökkum við þeim kærlega fyrir það en það gerir okkur jafnframt kleift að senda svokallað bekkjarsett till allra grunnskóla landsins þeim að kosnaðarlausu.

 

Á fundi með forsetanum

Formaður og framkvæmdastjóri áttu ánægjulegan fund með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni í vikunni sem leið, ásamt nokkrum fulltrúum náttúruverndar, sem margir hverjir eru jafnframt hagsmunaaðilar í náttúruvernd. Orri Vigfússon formaður NASF, verndarsjóði villtra laxastofna,  átti heiðurinn að því að þessi fundur varð að veruleika en meðal annarra voru staddir þarna fulltrúar Auðlindar, Æðarræktarfélags Íslands, Félags smábátaeiganda og Fjöreggs(félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit).

Á myndinni með Guðna eru þau Jóhann Óli Hilmarsson formaður Fuglaverndar og Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastjóri. Ljósmyndari: GOLLI

Fuglavernd óskar eftir markaðs- og samskiptafulltrúa

Fjöldi umsókna hafa borist um starf markaðs- og samskiptafulltrúa Fuglaverndar – 50% starf. Vonumst við eftir að niðurstaða verði komin um miðjan næsta mánuð.
Meginviðfangsefni
• Umsjón með kynningar‐ og markaðsmálum félagsins.
• Umsjón með heimasíðu Fuglaverndar og samfélagsmiðlum.
• Skrifa fréttir af starfsemi félagsins og miðla þeim til fjölmiðla.
• Umsjón með gerð kynningarefnis og auglýsinga á vegum Fuglaverndar.
• Umsjón með viðburðum á vegum félagsins og sölumálum, ásamt því að annast samskipti við félagsmenn.

Menntunar- og/eða hæfniskröfur:
• Góð almenn menntun og áhugi á umhverfs- og náttúruverndarmálum.
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Þekking og reynsla af markaðsmálum og skipulagningu viðburða.
• Góð íslenskukunnátta auk góðrar kunnáttu í ensku.
• Hæfileiki til tjáningar í ræðu og riti.
• Góð almenn tölvufærni og þekking á helstu forritum.
• Skipulagshæfileikar, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og hæfni í mannlegum samskiptum.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir skulu hafa borist Fuglavernd eigi síðar en mánudaginn 25. október 2016.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi og ástæða umsóknarinnar.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Hólmfríður Arnardóttir, framkvæmdastjóri, netfang holmfridur@fuglavernd.is – sími 5620477

Fuglaverndarfélag Íslands eru frjáls félagasamtök sem hafa það að markmiði að vernda fugla og búsvæði þeirra. Fræðsla er mikilvægur liður í starfseminni og tengls við félagsmenn okkar sem eru um 1300, einnig er samvinna við systurfélög okkar í náttúruvernd, innanlands sem utan, mikilvæg, svo og að veita yfirvöldum aðhald um lagasetningar og framkvæmdir.

Elma Rún Benediktsdóttir á þessa fallegu mynd af kríunni.

Fuglaskoðun við Elliðavatn

Við verðum með fuglaskoðun í Heiðmörk, við Elliðavatn, laugardaginn 1.október kl.13:00. Gengið frá Elliðavatnsbænum og meðfram vatninu og um nágrenni þess –  sjá meðfylgjandi kort. Við megum búast við að sjá jaðrakan, óðinshana og himbrima ásamt öðrum tegundum og mun Elma Rún Benediktsdóttir leiða gönguna.

Allir velkomnir – munið að taka sjónaukann og jafnvel fuglabókina með og vera klædd eftir veðri.

13 erlendir sjófuglafræðingar

Við hýstum fund í byrjun júní sem hafði það að markmiði að tilnefna verndarsvæði til Ospar samningsins og að því tilefni fengum við til okkur 13 erlenda sjófuglafræðinga sem gáfu vinnu sína í þetta verkefni, þrír innlendir tóku líka þátt, þeir Erpur Snær Hansen, Þorkell Lindberg Þórarinsson og Arnþór Garðarsson. BirdLife International getur tilnefnt fyrir aðildarfélögin sín en Fuglavernd er aðili að BirdLife.

Hér er linkur á Ospar samninginn sem Ísland fullgilti árið 1997.

 

Aðalfundur félagsins

Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 16. apríl 2016 kl. 13:00 í Rauða húsinu á Eyrarbakka.  Við biðjum ykkur um að skrá ykkur á netfangið fuglavernd@fuglavernd.is svo við getum pantað súpu fyrir alla. Þeir sem geta tekið farþega eða vilja þiggja far hafið einnig samband við skrifstofu. Við stefnum á að hittast á Hverfisgötunni klukkan 12 til að sameinast í bíla.

Frestur til að skila inn framboðum til stjórnarkjörs rann út 14. febrúar síðastliðinn og bárust tvö framboð en tveir hafa sagt sig úr stjórn.  Frestur til að skila inn breytingatillögum á samþykktum félagsins var 15. febrúar síðastliðinn en engar tillögur bárust.

Þeir Hlynur Óskarsson og Alex Máni Guðríðarson munu vera með erindi um fuglana á svæðinu en stefnt er að fara í fuglaskoðun eftir fundinn.

Dagskrá fundarins er samkvæmt lögum félagsins þessi:

1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu almanaksári.
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
3. Breytingar á samþykktum félagsins samkvæmt 8 gr.
4. Kosin stjórn samkæmt 5 gr. samþykkta félagsins.
5. Kosinn skoðunarmaður félagsreikninga og einn til vara.
6. Ákvörðun árgjalds.
7. Önnur mál.

Áskorun til grænlenskra stjórnvalda

Fuglavernd skorar á Grænlensk stjórnvöld að hlífa stuttnefjunni. Það hefur vakið athygli umheimsins að grænlenska landsstjórnin hefur heikst á að friða stuttnefjuna, þrátt fyrir að fjöldi aðvörunarbjalla hafi hringt undanfarin ár um að hún stæði á barmi útrýmingar. Fuglavernd ásamt fuglaverndarsamtökum í Danmörku, Noregi, Bandaríkjunum og Alþjóðasamtökum BirdLife hafa skorað á grænlensku landsstjórnina að stöðva alla veiði á stuttnefju. Það stefnir í að veiðar útrými tegundinni sem varpfugli í Grænlandi á fáum árum en gríðarlegt veiðiálag er á fugla við Vesturströnd Grænlands. Stuttnefjum sem verpa hér við land hefur fækkað mikið á síðustu árum og er talsvert af þeim drepið á vetrarstöðvum vestur af Suður-Grænlandi. Þar eru bæði mikilvægar varpstöðvar grænlenskra stuttnefja og vetrarstöðvar íslenskra. Fuglaverndarsamtökin skora á landsstjórnina að nýta náttúruauðlindir þess á sjálfbæran hátt.

Ljósmynd: Lars Maltha Rasmussen/DOF

Garðfuglahelgin nálgast

Garðfuglahelgin verður að þessu sinni dagana 29.janúar-1.febrúar 2016. Framkvæmd athugunarinnar er einföld, það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma  föstudaginn 29. jan., laugardaginn 30. jan., sunnudaginn 31. jan. eða mánudaginn 1. feb. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund. Upplýsingar um fóðrun garðfugla er hægt að finna á vefsíðum um “fóðrun” og einnig í Garðfuglabæklingi Fuglaverndar sem fæst á skrifstofunni eða má panta á netfanginu fuglavernd@fuglavernd.is eða í síma 5620477.

Að lokinni athugun skal skrá niðurstöður með því að sækja eyðublaðið hér fyrir neðan (nr.1), prenta og fylla það út. Hægt er að senda það í pósti til Fuglaverndar, Hverfisgötu 105,101 Reykjavík.
Einnig er hægt að opna eyðublaðið í tölvunni – sækja eyðublað nr.2- og skrá inn upplýsingarnar beint, vista og hengja við tölvupóst (attachment) og senda á póstfang garðfuglavefsins, gardfugl@gmail.com.

[one_third_last][downloads show=”category” cat=”gardfuglahelgi”][/one_third_last]

Álftapabbi með unga. Ljósmynd: Elma Rún Benediktsdóttir

Fuglaskoðunarbæklingur

Í tilefni af Fuglaviku í Reykjavík er kominn út nýr bæklingur er heitir FUGLASKOÐUN Í REYKJAVÍK. Í bæklingnum er greint frá helstu fuglaskoðunarstöðum í borginni og þeir sýndir á sérstöku korti. Jafnframt eru tilgreindar helstu tegundir fugla sem má sjá á hverjum stað. Bæklingurinn er ókeypis og aðgengilegur hér á vefnum en einnig í prenti í þjónustuveri borgarinnar í Borgartúni 12-14 sem og hjá okkur hér í Fuglavernd og á fleiri stöðum í borginni. Bæklingurinn er einnig gefinn út á ensku.

Hér má skoða bæklingana:

Fuglaskoðun í Reykjavík – á íslensku
Birdwatching in Reykjavík – á ensku

Ljósmynd: Elma Rún Benediktsdóttir