Rjúpa ©Jakob Sigurðsson

Ráðstefna um veiðistjórnun á Íslandi

Wildlife Research and Wildlife Management
Haldin verður ráðstefnu um veiðistjórnun á Íslandi á Grand Hótel 21.mars 2013 frá 9-16:30. Skotvís stendur að ráðstefnunni í samstarfi við Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands.

Dagskrá

9:00 Ráðstefnan sett – Fundarstjóri Arnór Þórir Sigfússon
9:05 Ávarp frá Svandísi Svavarsdóttur Umhverfis- og auðlindaráðherra
9:15 Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri landgæða,Umhverfis- og auðlindaráðuneyti
9:30 Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands
9:45 Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar
10:00 Elvar Árni Lund formaður SKOTVÍS
10:15 Gabor von Bethlenfalvy frá FACE um regluverk Evrópusambansins varðandi veiðar og vernd.
10:35 Kaffi
10:50 Kristinn Haukur Skarphéðinsson um endurskoðun „Villidýralaganna“
11:10 Tomas Willebrand, Hedemark University Noregi – Veiðistjórnun villtra dýra
11:40 Hreiðar Þór Valtýsson, Háskólanum á Akureyri – Auðlindastýring og veiðistjórnun
12:00 Hádegismatur ( Hægt að ská sig í mat við upphaf ráðstefnu 2.500kr)
13:10 Rán Þórarinsdóttir, Náttúrustofa Austurlands – Tilfærsla hreindýra – áhrif gróðurfarsbreytinga eða beitarálags?
13:40 Tomas Willebrand, Hedemark University Noregi – Áhrif veiða á villt dýr
14:00 Göran Ericsson, Swedush University of Agricultural Sciense – Maðurinn og stjórnun villtra dýra
14:20 Ólafur K. Nielsen, Náttúrufræðistofnun Íslands – Veiðistjórnun á rjúpu í fortíð, nútíð og framtíð
14:40 Thorsteinn Storaas, Hedemark University Noregi – Norska rjúpnaverkefnið
15:00 Guro Thane Lange, Noges Jakt og Fiske Forening (NJFF) – Hlutverk NJFF og veiðimanna í stjórnun veiða
15:20 Kaffi
15:30 Panel umræður
16:30 Ráðstefnulok

Frekari upplýsingar verður að finna á vef umhverfisstofnunnar http://www.ust.is

Skorradalsvatn – takmarkanir á umferð báta

Landeigendur Fitja áforma að koma í veg fyrir umferð við Álftarhólma og Álftatanga ( um Skrubbu) í Skorradalsvatni.  Þetta er í samræmi við stefnu í tillögu að aðalskipulagi hreppsins, kf. 4.11 Vélknúin umferð á Skorradalsvatni:  Öll umferð vélknúinna farartækja er bönnuð við austurenda Skorradalsvatns, þ.e. ósasvæði Fitjaár og við Álftarhólma og Álftatanga, frá 20. apríl til 1. júlí vegna viðkvæms fuglavarps á friðlandinu. Með þessu er átt við svæðið við austurenda Skorradalsvatns, þar sem Fitjaá kemur út í vatnið við Vatnshorn en það telst vera „ósasvæði Fitjaár“ eða hinar eiginlegu „fitjar“(s.71).

Fuglavernd hefur ábyggilegar heimildir fyrir því að á þessu svæði sé flórgoðar, þar verpi himbrimi og þarna sé 2-3 álftahreiður, ásamt fjölda hreiðra gæsa og anda.

Hálfrar aldar hetjusaga

Félagið okkar Fuglavernd varð fimmtugt þann 28. janúar síðastliðinn. Það er eitt elsta og jafnframt stærsta náttúruverndarfélag landsins og hefur marga fjöruna sopið í baráttunni fyrir verndun fugla og búsvæða þeirra. Saga félagsins verður ekki rakin hér, heldur blásið til afmælishátíðar á afmælisári.
Aðalhátíðin verður haldin í Nauthóli þann 20. apríl. Boðað er til dagskrár frá hádegi og fram á kvöld. Aðalfundur verður haldinn þennan dag og síðan verður fræðslu- og skemmtidagskrá með erindum, myndasýningum og ávörpum. Umhverfisráðherra mætir og býður til hanastéls. Um kvöldið býðst fólki að snæða á staðnum.
Hátíðarútgáfa fugla kemur út í vor. Ákveðið var að fresta 2012 blaðinu, færa útgáfuna fram á vor og reyna að halda þeim útgáfutíma framvegis. Jafnframt er blásið til afmælisljósmyndasýningar. Fugl ársins verður kynntur í fyrsta sinn. Að tilnefna fugl ársins hefur lengi tíðkast hjá systurfélögum víða. Í tilefni afmælisins og sögu félagsins, þótti við hæfi að tilnefnda Haförninn. Veglegt smárit um örninn kemur síðan út á árinu í tilefni afmælisins. Jafnframt verður forsprakkanna minnst í ræðu og riti og þá sérstaklega Björns Guðbrandssonar, sem var prímus mótor félagsins í áratugi og sannkölluð hetja í baráttunni fyrir verndun arnarins.

Allar líkur eru til þess að Fuglavernd verði fullgildur meðlimur BirdLife International á árinu og þykir það viðeigandi á afmælisári. Loks hefur nýr vefur verið settur í loftið.

Það er því full ástæða til tilhlökkunar á þessari stóru stundu.
Ljósmynd: Daníel Bergmann.

Alveg splunkuný heimasíða

Fuglavernd var að setja þennan nýja vef í loftið og er hann ekki nándar nærri tilbúinn. Við munum setja inn á hann efni jafnt og þétt en ef þið eruð með tillögur að efnistökum eða sjáið einhverja vankanta sem við höfum ekki séð enn þá endilega sendið okkur línu: fuglavernd@fuglavernd.is. Þessa tilkynningu skreytum við með mynd frá fuglaskoðun í Fossvogskirkjugarði.

Kolgrafarfjörður

Í hádegisfréttum í gær,5.feb., var sagt frá 6 milljón króna fjárveitingu ríkisstjórnarinnar til rannsókna á ástandinu í Kolgrafarfirði og hvort samhengi sé á milli þverunar fjarðarins og endurtekins síldardauða í firðinum. Fuglavernd fagnar þessu en hefur samt sem áður áhyggjur af ástandinu hér og nú. Rannsóknir eru þó af hinu góða. Á meðfylgjandi mynd má sjá grútarblauta langvíu en rannsakandi fjörunnar við Kolgrafarfjörð lýsti henni svona: Í þeim hluta fjörunnar sem hvað mest er af dauðri síld er grútarmengun veruleg, grútarlag er yfir allri fjörunni. Víðast er um að ræða þunna slikju sem hylur allt,gerir fjöruna mjög hála og litar svarta fjörusteina kremlitaða, en efst í fjörunni eru bunkar með blöndu af misstórum grútarkögglum, þangi og möl, allt að 1 m að þykkt. Grúturinn minnir helst á e.k. blöndu af smjöri og tyggjói og lyktin er mjög vond. Grúturinn festist í öllu sem við hann kemur, þ.á m.fötum, skóm, fiðri og fuglafótum. Við erum mjög uggandi yfir fuglalífinu á svæðinu. Þúsundir fugla leita í nýdauða síldina og mikil hætta á að grúturinn makist í fiðrið. Á myndinni má sjá grútarblauta langvíu en Róbert Arnar tók myndina.

Sá ég spóa – 23. jan.2013

Borgný Katrínardóttir fuglafræðingur mun fjalla um spóann og rannsóknir á vistfræði hans á hálfgrónum áreyrum á fræðslufundi félagsins 23.janúar n.k, en þéttleiki spóa á slíkum búsvæðum er með því hæsta sem þekkist fyrir tegundina.

Fræðslufundir Fuglaverndar eru haldnir í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og byrjar fyrirlesturinn klukkan 20:30. Gengið er inn um aðalinngang hússins á austurhlið. Ókeypis er fyrir félagsmenn Fuglaverndar en 500 kr. fyrir aðra. Allir velkomnir. Verðum með fóðrara sem hæfa íslenskum aðstæðum til sölu fyrir fundinn og garðfuglabæklinginn okkar.

[btn color=”red” text=”Fræðslufundir” url=”https://fuglavernd.is/portfolio_category/fraedslufundir/”]

Garðfuglahelgi 25.-28.jan.2013

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 25. – 28. jan. 2013. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma föstudaginn 25. jan., laugardaginn 26. jan., sunnudaginn 27. jan. eða mánudaginn 28. jan. Skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. , þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að gefa daglega til að lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund. Upplýsingar um garðfugla og fóðrun þeirra er hægt að finna á vefsíðum um “fóðrun” og í Garðfuglabæklingi Fuglaverndar sem má fá á skrifstofu félagsins.

Að lokinni athugun skal skrá niðurstöður með því að fara í krækjuna “skrá niðurstöður” sem er á Garðfuglavefnum. Einnig er hægt að sækja þangað þartilgert eyðublað og skrá þar upplýsingar í tölvu og senda á póstfang garðfuglavefsins, gardfugl@gmail.com eða hreinlega í pósti til Fuglaverndar, Skúlatúni 6,105 Rvík.

[btn color=”red” text=”Fræðslufundir” url=”https://fuglavernd.is/portfolio_category/fraedslufundir/”]

Fugl fyrir milljón

Laugardaginn, 8. desember, voru úrslit kynnt og verðlaun veitt í ljósmyndasamkeppninni Fugl fyrir milljón, sem haldin var á vegum Brimnes hótels og bústaða í Ólafsfirði og Rauðku á Siglufirði. Þrír ljósmyndarar fengu viðurkenningar fyrir myndir sínar; Erlendur Guðmundsson, Akureyri, sem fékk 1.000.000 króna í verðlaun fyrir bestu myndina. Sigurður Ægisson, Siglufirði, varð í öðru sæti og Einar Guðmann, Akureyri í því þriðja.Einar vann keppnina síðast og Sigurður varð þá í 3. sæti. Keppnin snýst um bestu fuglamyndina tekna á Tröllaskaga, Hrísey, Grímsey, Drangey og Málmey á tímabilinu 14. maí til 31. ágúst, 2012, og er tilgangur hennar að kynna Tröllaskagann og nærliggjandi eyjar, fyrir náttúruunnendum og stuðla að aukinni fuglaskoðun og fuglaljósmyndun á svæðinu.
FFM_2012_1.saeti_ErlendurGudmuWSLaugardaginn, 8. desember, voru úrslit kynnt og verðlaun veitt í ljósmynda- samkeppninni Fugl fyrir milljón, sem haldin var á vegum Brimnes hótels og bústaða í Ólafsfirði og Rauðku á Siglufirði. Þrír ljósmyndarar fengu viðurkenningar fyrir myndir sínar; Erlendur Guðmundsson, Akureyri, sem fékk 1.000.000 króna í verðlaun fyrir bestu myndina. Sigurður Ægisson, Siglufirði, varð í öðru sæti og Einar Guðmann, Akureyri í því þriðja.Einar vann keppnina síðast og Sigurður varð þá í 3. sæti. Keppnin snýst um bestu fuglamyndina tekna á Tröllaskaga, Hrísey, Grímsey, Drangey og Málmey á tímabilinu 14. maí til 31. ágúst, 2012, og er tilgangur hennar að kynna Tröllaskagann og nærliggjandi eyjar, fyrir náttúruunnendum og stuðla að aukinni fuglaskoðun og fuglaljósmyndun á svæðinu. (Hinar verðlaunamyndirnar má sjá á fésbókarsíðu okkar)

Jólamarkaður – við Elliðavatn – 7.-8.des.2012

Minnum á jólamarkaðinn núna um helgina á Elliðavatni – við opnum 11:00 og verðum til 16:00 – föstudag og laugardag 7. og 8. desember. Þar munum við selja nýju jólakortin okkar, silkitoppa og himbrima ,ásamt eldri kortum, í pökkum og í lausu. Hægt verður að nálgast garðfuglabæklinginn okkar og síðan verðum við með úrval hreiðurhúsa – tilvalin til jólagjafa og annan varning. Aðild að Fuglavernd gæti líka verið kærkomin jólagjöf. Hér má sjá frekari upplýsingar um staðsetningu og dagskrá eða á www.fuglavernd.is.sjá á www.heidmork.is.