Vistheimt 2021-2030 / Ecosystem Restoration in Iceland

Áratugur Sameinuðu þjóðanna; Endurheimt vistkerfa 2021-2030 Ecosystem Restoration in Iceland

Víða hafa vistkerfi eyðst eða laskast og þannig dregið úr getu þeirra til að veita manninum og náttúrunni mikilvæga þjónustu. Með því að grípa til aðgerða við að endurheimta þessi vistkerfi má auka virkni þeirra á ný. Með endurheimt vistkerfis eða vistheimt í landgræðslu er leitast við að bæta skemmd vistkerfa svo þau verði m.a. betur í stakk búin til að geyma mikilvægar auðlindir á borð við vatn og næringarefni.

Á Íslandi er meðal annars unnið að endurheimt birkiskóga. Með því að koma upp birkiskógi á ný á landi sem hefur eyðst vegna ofnotkunar eykst framleiðni landsins, fuglar nýta skóginn sem búsvæði og sömuleiðis ýmis smádýr. Slíkur skógur geymir einnig betur vatn sem annars rynni viðstöðulítið burt af ógrónu landi og þá getur skógurinn bundið ösku sem fellur við eldgos. Aska á ógrónu landi fýkur hins vegar um og veldur margsháttar tjóni, m.a. á öðrum gróðri og öndunarfærum. Hekluskógar er dæmi um verkefni sem felur í sér endurheimt birkiskóga á svæði þar sem skógur hefur eyðst. Landgræðsla ríkisins og Skógræktin hafa í sameiningu umsjón með því verkefni.

Hér er hægt að sjá myndband frá upphafi áratugar endurheimtar vistkerfa 2021-2030 sem var fagnað í Norræna húsinu þann 3. júní 2021. English subtitles in the video in the link

Endurheimt votlendis

Þá er endurheimt votlendis mikilvæg. Með því að ræsa fram votlendi með skurðum byrja lífræn efni í jarðveginum að brotna niður og við það losnar koldíoxíð sem er gróðurhúsalofttegund út í andrúmsloftið. Með því að bleyta aftur upp í framræstu votlendi dregur úr þessari losun. Að auki eru votlendi oft auðug af lífi og getur endurheimt votlendis aukið líffræðilega fjölbreytni. Margar varpfuglategundir á Íslandi sækja hingað vegna votlendis og víðernis. Friðland í Flóa er liður í endurheimt votlendis.

Landgræðsla ríkisins hefur umsjón með endurheimt votlendis í samræmi við sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum.

Fuglalíf í Vigur 2021

Tveir franskir stúdentar við Háskólasetur Vestfjarða þeir Milesi-Gaches David og Lhériau Alexandre rannsökuðu fuglalíf og töldu fugla í Vigur í sumarið 2021. Þeir töldu teistur, fýla, tjalda og máfa. Þeir skrifuðu vísindagrein sem lesa má hér sem lýsir sérstöðu fuglalífs á Vigur með tilliti til ferðamanna. Greinin er á ensku. 

Aðferðir við talningu eru þekktar og ekkert nýtt kemur  fram hvað varðar aðferðafræði. Greinin er á ensku og er áhugaverð fyrir alla fuglavini, þá sem starfa við ferðaþjónustu og þá sem heimsækja Vigur.

 

Heiðagæsir á flugi ©Jóhann Óli Hilmarsson

Upplýsingar úr grágæsa og heiðagæsa talningu í október

Upplýsingar frá Svenju N.V. Auhage hjá Náttúrufræðistofnun Íslands úr grágæsa og heiðagæsa talningu í október

Alls fengum við upplýsingar um 230 heiðagæsir á landinu í kringum talninguna 30. – 31. Október.

Í þetta sinn var ekki hægt að telja grágæsir úr lofti vegna veðurs en í staðinn var keyrt um Suðurlandið og einnig um Vesturland og leitað af gæsum. Alls sáust og voru tilkynntir 15.595 grágæsir í kringum talninguna 27. – 28. nóvember og er dreifingin eftirfarandi:

13929 Suðurland

1093   Vesturland

513     Norðurland

60       Austurland

15595 Alls

Grágæs (Anser anser). Ljósmynd: © Daníel Bergmann.
Grágæs (Anser anser). Ljósmynd: © Daníel Bergmann.
Íslenski rjúpnastofninn er vaktaður með talningum, mælingum á aldurshlutföllum, mati á holdafari fuglanna og skráningu á veiði og sókn.

Rjúpnastofninn vaktaður – hvernig fer slíkt fram?

Íslenski rjúpnastofninn er vaktaður með talningum, mælingum á aldurshlutföllum, mati á holdafari fuglanna og skráningu á veiði og sókn. Náttúrufræðistofnun Íslands sér um framkvæmd rjúpnatalninga og metur aldurshlutföll og holdafar en Umhverfisstofnun safnar gögnum um veiði og sókn. Gögnin eru notuð til að meta stofnstærð, viðkomu og afföll og langtímabreytingar á þessum þáttum.

Á heimasíðu Náttúrfræðistofnunar  er hægt að fræðast um vöktun rjúpnastofnsins.

Í vefverslun Fuglaverndar er hægt að versla jólakort með mynd af rjúpu.

Grágæs (Anser anser). Ljósmynd: © Daníel Bergmann.

Horfið til grágæsa 27. og 28. nóvember!

Grágæs (Anser anser). Ljósmynd: © Daníel Bergmann

Ágætu gæsaáhugamenn!

Grágæsir verða taldar hér á landi og á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum 27.–28. nóvember 2021.

Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir upplýsingum um allar gæsir sem vart verður við næstu daga og eins hvenær menn sáu síðast fugla á gæsaslóðum. Gagnlegt væri að fá eins nákvæmar staðsetningar og unnt er og eins mat á fjölda fugla. Upplýsingarnar verða sendar samstarfsaðilum á Bretlandseyjum sem taka saman árlegar skýrslur um talningarnar: sjá: https://monitoring.wwt.org.uk/our-work/goose-swan-monitoring-programme/reports-newsletter/

Í nóvember 2020 fundust hér á landi um 13000 grágæsir, sjá https://monitoring.wwt.org.uk/wp-content/uploads/2021/09/2020-IGC-report-final-1.pdf

Vinsamlega sendið upplýsingar til Svenju N.V. Auhage hjá Náttúrufræðistofnun Íslands (svenja@ni.is), einnig tekur Arnór Þ. Sigfússon hjá Verkís (ats@verkis.is) á móti slíkum upplýsingum .

Stari. Ljósmynd: ©Alex Máni

Gríðaleg fækkun fugla í Evrópu – 600 miljónir glataðra fugla

Stari Ljsm. Alex Máni

Fækkun fugla í Evrópu – skýrsla frá RSPB

RSPB, The Royal Society of Protecting the Birds sendir frá sér fréttatilkynningu samhliða skýrslu um fækkun fugla í Evrópu.

Ný rannsókn á varpfuglum í Evrópusambands-löndum sýnir að einn af hverjum sex fuglum hefur glatast á 40 ára tímabili. Alls höfum við því tapað um 600 milljónum varpfugla síðan 1980.  Hnignun vistkerfa á varpstöðvum fugla, loftmengun og fleiri þáttum er um að kenna.

Fréttatilkynninguna frá RSPB má skoða hér:  European bird population declines

Spói. Ljósmynd Sindri Skúlason.

Numenius hudsonicus, flóaspóar safnast saman, ljúfsár grein

Spói, Numenius phaeopus . Ljsm Sindri Skúlason

20.000 flóaspóar nátta sig  á smáeynni Deveaux í Suður Karólínu, Bandaríkjunum, á farflugstímum. Eyjan er tikomin af framburði árinnar North Edisto.  Hún hvarf gjörsamlega í fellibyli árið 1979 en hefur risið úr sæ að nýju. Þetta er góð lesning inn í helgina greinin er á síðu The Cornell Lab.  A Miracle of Abundance as 20,000 Whimbrel Take Refuge on a Tiny Island

Tveir auðnutittlingar. @Eyþór Ingi Jónsson

Garðfuglakönnun 2021-22 fyrir alla jafnt í dreif- sem þéttbýli

 

Ljsm. @Eyþór Ingi Jónsson, Tveir auðnutittlingar.

Vegna nokkurra fyrirspurna vill Fuglavernd árétta að garðfuglakönnunin er fyrir alla sem vilja og geta talið fugla í görðum sínum. Hún er ekki bundin við garða í þéttbýli. Garðar eru misstórir og þar þrífst mismunandi fuglalíf.  Þar af leiðandi er mikilvægt að sem flestir á sem ólíkustu stöðum taki þátt.  Allir velkomnir til þátttöku jafnt í þéttbýli sem strjálbýli.

Þeir sem koma nýjir inn í talninguna þurfa að fylla út þann hluta skráningareyðublaðsins sem er með upplýsingar um þáttakandann eða þátttakendur, gerð og stærð garðs og hvort fóðrað sé.

2021-2022_Gardfuglakonnun og leiðbeiningar

Þetta gæti virðst vera torf við fyrstu sýn en þegar verkið er hafið er þetta ekkert mál. Þeim mun fleiri sem taka þátt þeim mun betri upplýsingar fást um fuglaflóruna okkar.

Nánari lýsing á Garðfuglakönnun og eyðublöð 

Ef þið lendið í vanda hafið samband við fuglavernd[hja]fuglavernd.is

Heiðagæsir á flugi ©Jóhann Óli Hilmarsson

Gæsatalning helgina 30.- 31. október.

Ágætu gæsaáhugamenn bæði í þéttbýli og strjábýli

Um áratugaskeið hafa gæsir verið talda á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum. Um helgina, 30. – 31. október 2021 beinast talningar að heiðagæs. Því væri mjög gagnlegt að fá upplýsingar um þær heiðagæsir sem menn verða varir við hér á landi á næstu dögum, hvar þær sáust og eitthvað mat á fjölda þeirra. Þessar upplýsingar verða sendar samstarfsaðilum á Bretlandseyjum sem taka saman árlegar skýrslur um talningarnar, sjá: https://monitoring.wwt.org.uk/our-work/goose-swan-monitoring-programme/reports-newsletter/
Vinsamlega sendið þessar upplýsingar til Svenju Auhage, Náttúrufræðistofnun Íslands):  svenja@ni.is .  Einnig tekur Arnór Þ. Sigfússon hjá Verkís ats@verkis.is  á móti slíkum upplýsingum.

Garðfuglakönnunin 2021-22 hefst sunnudaginn 24. október

Hin árlega garðfuglakönnunn hefst sunnudaginn 24. október, fyrsta sunnudag eftir upphaf vetrar.

Tilgangur garðfuglakönnunarinnar er að fá upplýsingar um fuglategundir og fjölda fugla sem halda sig í görðum á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Jafnframt er tilgangurinn að hvetja fólk til að líta á fuglalífið í sínu nánasta umhverfi. Það skiptir ekki máli þó fólk byrji aðeins seinna að telja eða hætti fyrr – aðalatriðið er að vera með. Allt fuglaáhugafólk er hvatt til að kynna sér efnið og taka þátt.

Allir geta tekið þátt, jafnt fullorðnir og börn, sem hafa áhuga á fuglum og að fylgjast með fuglum.  Þeir sem fóðra fugla í garðinum sínum eru í góðri aðstöðu og hvattir til að taka þátt.

Lesa meira um fóðrun garðfugla, fuglagarðinn og garðfuglategundir.

Garðfuglakönnun – eyðublöð

Þrenns konar útgáfur verða af eyðublöðunum, svo þú velur hvað þér hentar best hvort sem það er að skrá beint í tölvu eða prenta út og skrá í höndunum.

Garðfuglakönnun skráning  2021-2022 .pdf

Garðfuglakönnun skráning  og leiðbeiningar 2020-2021

Garðfuglakönnun vikutalningarblað.pdf

Garðfuglakönnun lýkur síðan laugardaginn 23. apríl 2022.

Niðurstöður athugunar
Að loknum athugunartíma má senda niðurstöður á fuglavernd@fuglavernd.is  eða í pósti merkt: Fuglavernd, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík.