Mói – vefur um líffræði og vernd mófugla á Íslandi – glæsileg heimasíða og fróðleg

Glæsileg og fróðleg heimasíða Rannsóknarseturs HÍ á Suðurlandi. 

Öll landnotkun hefur í för með sér breytingar á lífsskilyrðum þeirra lífvera sem reiða sig á landið sem á að nýta.  Áhrif landnotkunar á lífverur ráðast af umfangi notkuninnar, lífsháttum tegunda og á hversu stóran hluta stofns breytingar verka. Til að lágmarka neikvæð áhrif landnotkunar á lífbreytileika er mikilvægt að huga að þessum þáttum.
Áhrif landnotkunar á lífverur eru breytileg eftir eðli og umfangi. Í samningnum um líffræðilega fjölbreytni sem Íslendingar eru aðilar að, er sérstök áhersla á að þjóðir viðhafi varúð við uppbyggingu atvinnuvega og innviða sem eru þekktir að því að hafa mikil áhrif á líffræðilega fjölbreytni. Þær gerðir landnotkunar sem þar eru sértaklega tilgreindar eru ræktað land, skógrækt, orkuöflun, flutningskerfi og skipulag þéttbýlis.

Hérlendis er ræktað land umsvifamesta landnotkunin en einnig eru stór svæði nýtt undir byggð og önnur mannvirki, svo sem vegi, sumarhús og raforkumannvirki. Einnig er land í auknum mæli nýtt til skógræktar og undir íþrótta- og útivistarsvæði.

Rannsóknasetur HÍ á Suðurlandi er með fyrirtaks heimasíður þar sem  hugað er að áhrifum nokkurra algengra gerða landnotkunar á íslenska mófugla.

 

Alþjóðlegur dagur náttúrunnar 3. mars

Alþjóðlegur dagur náttúrunnar 3. mars

Lógó eða merki Fuglavernar prýðir spói. Ef enginn væri spói á merki félagsins væri það heldur ljótt eins og konan sagði. Þannig er lógó Fuglaverndar í þessari færslu.

Aljóðlegur dagur náttúrunnar er í dag og þá skulum við leiða hugann að því hvernig heimur það væri sem að innihéldi ekki neitt gras, tré, mosa, fugla, spendýr og þar fram eftir götunum.  Hvernig það verður að vera lifa í malbikuðum og steyptum plastheimi þar sem lítið líf annað en mannkyn og veirur þrífast eða bara veirur.  Er það framtíðin?

Örstutt myndband frá BirdLife International í tilefni dagsins. 

Möguleikar á endurheimt búsvæða fiska og fugla á Mýrum og nágrenni

Á dögunum hlaut Fuglavernd í samstarfi við Landgræðsluna, Hafrannsóknastofnun og Konunglega Breska Fuglaverndarfélagið (RSPB) styrk til að kanna möguleika á endurheimt búsvæða í lækjum, vötnum og votlendi fyrir fiska, fugla og aðrar lífverur. Náttúrufræðistofnun Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands munu einnig koma að verkefninu.
Straumvatn í mýri

Verkefnið er framhald verkefnis þar sem gerð var úttekt á vatnsvæði Kálfalækjar á Mýrum. Þar kom í ljós að framræsla votlendis hafði eyðilagt farleiðir fiska upp læki á svæðinu, auk þess að hafa slæm áhrif á hrygningar- og uppeldissvæði þeirra. Aftur á móti fundust hrygningarsvæði urriða í einu tilviki í skurði, en slíkt þarf að hafa í huga ef endurheimt verður á svæðinu.

Urriði

Nú er hugmyndin að stækka rannsóknarsvæðið svo að þá nái yfir Mýrar, Hnappadal og alla leið að ósi Straumfjarðarár fyrir neðan Snæfelssnesveg. Svæðið er tilnefnt til Náttúruminjaskrár af Náttúrufræðistofnun vegna búsvæða vað- og vatnafugla. Ásamt aðliggjandi fjörum og grunnsævi er það einnig skilgreint sem Alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði (IBA) af BirdLife International. Vötn og lækir á svæðinu eru líklega mikilvæg búsvæði silungs og áls, en áli hefur fækkað mikið í Evrópu og er nú talinn vera í útrýmingarhættu.

Lækir milli vatna

Í verkefninu verða lækir og vatnasvæði sem hafa orðið fyrir áhrifum framræslu kortlagaðir með tilliti til búsvæða fiska, sérstaklega urriða og áls. Hindranir verða skrásettar og metið verður hvaða áhrif endurheimt hefur á aðrar lífverur eins og fugla og gróðurfar. Mannfólkið er ekki heldur undanskilið en mikilvægt er að huga að landnýtingu og afstöðu landeigenda til endurheimtar. En ef endurheimt verður á svæðinu er mögulegt að aukin nýting fiskistofna verði í framtíðinni.

Styrkurinn var veittur af Open Rivers Programme sem hefur það að markmiði að endurheimta líffræðilegan fjölbreytileika og náttúrulega rennslishætti vatnsfalla í Evrópu. Þá aðallega með því að fjarlægða manngerðar hindranir eins og stíflur úr ám og lækjum. Nú er einungis verið að kanna möguleika á endurheimt, en ef gott samstarf og valkostir eru fyrir hendi, er mögulegt að vinna verkefnið yfir á framkvæmdastig í samvinnu við landeigendur.

Nánar má lesa um verkefnið á ensku á síðu Open rivers programme

 

Fuglavernd á Arctic Circle laugardag 15. október

Fuglavernd mun taka þátt í Hringborði norðurslóða / Arctic Circle  þetta ár í samvinnu við RSPB, The Royal Society for the Protection of Birds.

Dagskrá Fuglaverndar og RSPB á Arctic Circle 15. október 2022 :
11:05 – 12:00

Glíma við loftlagsbreytingar og tap á líffræðilegum fjölbreytileika á norðlægum slóðum og víðar.

TACKLING BIODIVERSITY LOSS AND CLIMATE CHANGE TOGETHER IN THE
ARCTIC AND BEYOND –

Staðsetning: Salurinn Akrafjall, Harpa

● Pawel Wasowicz, Botanist, Icelandic Institute of Natural History;
Chair, Group of Experts on Invasive Alien Species of the Bern
Convention: How to Save the Planet and not Ruin the
Environment?
● Kenna Chisholm, Area Manager, RSPB Scotland; Flow Country
Partnership, United Kingdom: The Flow Country: Lessons
Learned in Scaling up Habitat Restoration – for People, Climate
and Nature
● Jeremy Roberts, Programme Manager, Cairngorms Connect,
Endangered Landscapes Programme, RSPB Scotland:
Cairngorms Connect – the UK’s Biggest Habitat Restoration
Project – for Biodiversity, Climate and People
● Jonathan Spencer, Independent Adviser, Ecologist and
Re-wilding Consultant, NA, United Kingdom: Ecosystem
Restoration Options that Could Shape the Future Landscape of
the Arctic – with Multiple Benefits
Chair: Tómas Grétar Gunnarsson, Director, the South Iceland
Research Centre, University of Iceland: Tackling Biodiversity
Loss and Climate Change Together in the Arctic and Beyond

Ástand fugla heimsins

Nýtkomin skýrsla samtakanna BirdLife International lýsir ástandi fugla um heim allan. Fuglavernd hefur verið aðili að samtökunum frá byrjun þessarar aldar og fullgildur aðili frá 2016.

Þeir sem hafa áhuga á að lesa skýrsluna geta lesið úrdrátt á heimasíðu Birdlife International eða hlaðið niður allri skýrslunni þar. 

Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar má lesa válistaskrá fugla á Íslandi. 

Samtökin BirdLife International eru 100 ára gömul á þessu ári. Um hádegisbil árið 1922 kom hópur fólks saman í Glasgow, Skotlandi. Það sem sameinaði þau var ástríða þeirra fyrir fuglum. Þau hittust heima hjá sir Robert Horne sem var þingmaður fyrir Glasgow á þeim tíma. Hópurinn ákvað að sameinaðra alþjóðlegra aðgerða væri þörf til að vernda fugla gegn ógnum sem að þeim stæðu og þar með var Alþjóðlegt ráð fyrir verndun Fugla, The International Council for Bird Preservation (ICBP)) stofnað. Það heitir nú Birdlife International.

Hér má lesa nánar um sögu  BirdLife International

Alþjóða dýralífsdagurinn 3. mars

Mörg félög nota dýr og fugla í merkjum sínum. Fuglavernd er með mynd af spóa. Ef enginn væri spóinn væri merki félagsins tómlegt.

Alþjóða dýralífsdagur Sameinuðu þjóðanna  er til að minna okkur á að veröld okkar væri fátæk ef ekki væri fyrir allar dýrategundir,  þar með taldir fuglar, sem umkringja okkar líf frá smáum glóbrystingi á grenigreini upp í súlur sem steypa sér í hafið eftir æti.

Fuglar veraldar eru margir hætt komnir þar sem þeir eru að missa búsvæði sín og þurfa þá  að færa sig um set og ef ekkert sambærilegt búsvæði finnst  þá þurfa þeir að horfast í augu við útrýmingu.

Við á íslandi berum ábyrgð á mörgum fuglategundum hvað varðar búsvæði: Heiðlóur, spóar, álkur, lundar, súlur, heiðargæsir, stormsvölur  og fleiri. IBA  (Important Bird and Biodiversity Areas) svæði eru 121 á Íslandi og eru frekari upplýsingar um þau að finna á heimasíðu NÍ.

 

 

Örn með unga. Ljósmynd: Sindri Skúlason.
Örn með unga. Ljósmynd: Sindri Skúlason.

Dæmi um fuglategundir  sem er mjög hætt komnar er örnin okkar á Íslandi og skeiðtíta sem er sjaldgæfasti vaðfugl jarðar sem verpir norður við Barentssund.

Skeiðtítan er smávaxinn fugl og er karlinn 14-16 cm á lengd og 29-34 g þungur, á stærð við steindepil.

Hér er hægt að skoða nokkur myndbönd um skeiðtítuna, 

 

Alþjóðlegi votlendisdagurinn 2. febrúar

Alþjóðlegi votlendisdagurinn er 2. febrúar á hvert en dagurinn markar þau tímamót að þann dag árið 1971 var Ramsarsamningur, samningur um votlendi, undirritaður en hann er alþjóðlegur samningur sem dregur nafn sitt af borginni Ramsar í Íran þar sem undirritunin fór fram.

Í dag eru um 170 ríki aðilar að samningnum þ.a.m. Ísland og tæplega 2.300 svæði vernduð af honum en samtals er flatarmálið er rúmlega stærð Mexíkó. Á Íslandi eru Ramsarsvæði sex talsins. Þau eru Grunnafjörður, Andakíl, Mývatn-Laxá, Guðlaugstungur, Þjórsárver og Snæfell-Eyjabakka svæðið.

í bókinni “Íslensk Votlendi” má lesa eftirfarandi um skilgreiningu á votlendi:  “Votlendi nefnum við þá hluta af yfirborði jarðar sem eru á mörkum þurrlendis og vatna eða sjávar.”

“Skilgreining um þetta hugtak er að finna í 1. grein Samþykktar um votlendi, sem hafa alþjóðlegt gildi , einkum fyrir fuglalíf og samþykkt var sem þingsályktun á Alþingi 4. maí 1977: “Í samþykkt þessari teljast til votlenda hvers konar mýrar, flóar, fen og vötn, bæði náttúrleg og tibúin, varanleg og óvaranleg með kyrru vatni eða rennandi, fersku, hálfsöltu eða söltu og þar á  meðal sjór allt að sex metra dýpi.”

Hér má lesa meira um votlendi á heimasíðu Votlendissjóðs

Margar ólíkar fuglategundir byggja afkomu sína á votlendi og þar má telja Jaðran sem spígsporar hér fyrir ofan, branduglu, lóuþræl, lóm og fleiri mætti telja upp.

Magnús Bergsson hefur tekið upp hljóð viða um Ísland.  Hér  er hljóðmynd með upptöku úr Friðlandi í Flóa, sem er sannkallað votlendi,  frá árinu 2012. 

Vistheimt 2021-2030 / Ecosystem Restoration in Iceland

Áratugur Sameinuðu þjóðanna; Endurheimt vistkerfa 2021-2030 Ecosystem Restoration in Iceland

Víða hafa vistkerfi eyðst eða laskast og þannig dregið úr getu þeirra til að veita manninum og náttúrunni mikilvæga þjónustu. Með því að grípa til aðgerða við að endurheimta þessi vistkerfi má auka virkni þeirra á ný. Með endurheimt vistkerfis eða vistheimt í landgræðslu er leitast við að bæta skemmd vistkerfa svo þau verði m.a. betur í stakk búin til að geyma mikilvægar auðlindir á borð við vatn og næringarefni.

Á Íslandi er meðal annars unnið að endurheimt birkiskóga. Með því að koma upp birkiskógi á ný á landi sem hefur eyðst vegna ofnotkunar eykst framleiðni landsins, fuglar nýta skóginn sem búsvæði og sömuleiðis ýmis smádýr. Slíkur skógur geymir einnig betur vatn sem annars rynni viðstöðulítið burt af ógrónu landi og þá getur skógurinn bundið ösku sem fellur við eldgos. Aska á ógrónu landi fýkur hins vegar um og veldur margsháttar tjóni, m.a. á öðrum gróðri og öndunarfærum. Hekluskógar er dæmi um verkefni sem felur í sér endurheimt birkiskóga á svæði þar sem skógur hefur eyðst. Landgræðsla ríkisins og Skógræktin hafa í sameiningu umsjón með því verkefni.

Hér er hægt að sjá myndband frá upphafi áratugar endurheimtar vistkerfa 2021-2030 sem var fagnað í Norræna húsinu þann 3. júní 2021. English subtitles in the video in the link

Endurheimt votlendis

Þá er endurheimt votlendis mikilvæg. Með því að ræsa fram votlendi með skurðum byrja lífræn efni í jarðveginum að brotna niður og við það losnar koldíoxíð sem er gróðurhúsalofttegund út í andrúmsloftið. Með því að bleyta aftur upp í framræstu votlendi dregur úr þessari losun. Að auki eru votlendi oft auðug af lífi og getur endurheimt votlendis aukið líffræðilega fjölbreytni. Margar varpfuglategundir á Íslandi sækja hingað vegna votlendis og víðernis. Friðland í Flóa er liður í endurheimt votlendis.

Landgræðsla ríkisins hefur umsjón með endurheimt votlendis í samræmi við sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum.

Stari. Ljósmynd: ©Alex Máni

Gríðaleg fækkun fugla í Evrópu – 600 miljónir glataðra fugla

Stari Ljsm. Alex Máni

Fækkun fugla í Evrópu – skýrsla frá RSPB

RSPB, The Royal Society of Protecting the Birds sendir frá sér fréttatilkynningu samhliða skýrslu um fækkun fugla í Evrópu.

Ný rannsókn á varpfuglum í Evrópusambands-löndum sýnir að einn af hverjum sex fuglum hefur glatast á 40 ára tímabili. Alls höfum við því tapað um 600 milljónum varpfugla síðan 1980.  Hnignun vistkerfa á varpstöðvum fugla, loftmengun og fleiri þáttum er um að kenna.

Fréttatilkynninguna frá RSPB má skoða hér:  European bird population declines