Framkvæmdastjóri Fuglaverndar á BirdLife Partnership Meeting 2024

Hólmfríður framkvæmdastjóri Fuglaverndar tók þátt í fundi BirdLife Evrópu og mið Asíu sem haldinn var í síðustu viku í Almaty, Kazakstan en þar voru samankomnir fulltrúar frá 50 löndum til að miðla reynslu sinni af verndun og endurheimt búsvæða. Eftir fundinn var farið í fugla- og náttúruskoðun í þjóðgarðinn Altyn-Emel og sáust m.a. villtir asnar og gasellur, refir, eðlur, ernir, fálkar og hrægammar- ekki náðust þó þessi dýr á mynd 😊. Fuglavernd hefur verið fullgildur aðili að BirdLife frá því 2018 og hefur þetta samstarf skipt okkur miklu máli þar sem við höfum fengið bæði tæknilega og fjárhagslega aðstoð frá þeim.