Stífla fjarlægð í Melsá
Stífla fjarlægð í ánni Melsá í landi Ytri-Hraundals 2025
Open Rivers Programme, styrktarsjóður til að styðja við áætlanir um að fjarlægja manngerðar vatnsstíflur, styrkti Fuglavernd árið 2025 til að fjarlægja stíflu í ánni Melsá í Ytri-Hraundal. Markmið okkar með þessari framkvæmd er að endurheimta vatnasvæði árinnar og mögulega gera silungi kleift að ferðast upp hana. Samstarfsaðilar okkar eru Land og skógur, Hafrannsóknarstofnun og Breska fuglaverndarfélagið. Markmiðið er að stíflan verði fjarlægð að öllu haustið 2025.
Góðgerðarsamtök, frjáls félagasamtök og opinberir aðilar geta sótt um styrki til að fjarlægja smærri stíflur í ám og lækjum sem hafa áhrif á vatnasvið og líffræðilegan fjölbreytileika.
Þetta er í annað sinn sem Open Rivers styrkir Fuglavernd.
Nánar má lesa um verkefnið á ensku á síðu Open rivers programme
Hér má sjá verkefni um alla Evrópu sem Open Rivers hefur styrkt.
©Fuglavernd 2021 | Hverfisgötu 105 | 101 Reykjavík | kt.5007700159 | Opið:_mán-fim kl. 9-13 | +354 562 0477| fuglavernd@fuglavernd.is