Fuglavernd færir þingmönnum gjöf

FUGLAVERND FÆRIR ÞINGMÖNNUM GJÖF

Í síðast liðinni viku sendi Fuglavernd öllum þingmönnum Alþingis tvö glæsileg hefti af ritinu FUGLAR. Um er að ræða veglega útgáfu félagsins um málefni fugla og vernd þeirra. Tilefnið var að óska þingmönnum velfarnaðar í starfi, en vekja jafnframt athygli á að margir fugla Íslands standa höllum fæti vegna beinna og óbeinna áhrifa af umsvifum mannsins. Mikilvægt er að breyta um stefnu þegar kemur að landnýtingu, framkvæmdum og viðhorfum okkar til sumra fuglategunda, og vonast félagið eftir að þingmenn sjái sér fært að leggja náttúrunni lið í störfum sínum á Alþingi. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af rúmlega 40 kg bréfabunkanum og bréfinu sem að fylgdi tímaritunum tveimur. Fuglavernd vonar að sjálfsögðu að þingmenn lesi greinarnar sem við höfðum merkt fyrir þá og að skilningur þeirra á mikilvægi náttúruverndar aukist.

Greinin sem við merktum fyrir þá  í Fuglum nr. 13, 2021 má lesa hér  „Að vera, eða ekki vera ránfugl”