Ólafur Karl Nielsen formaður Fuglaverndar og Jóhann Óli Hilmarsson fyrrum formaður Fuglaverndar birtu grein í Kjarnanum 6. febrúar 2022 til varnar lífríki Skerjafjarðar.
Skerjafjörður, grunnsævi og fjörur, er flokkaður sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði og því ræður m.a. fjöldi þeirra grágæsa, margæsa, æðarfugla, sílamáfa og sendlinga sem þar búa eða fara um vor og haust. Kópavogur og Garðabær hafa fyrir löngu samþykkt formlega vernd síns hluta Skerjafjarðar. Reykjavík hefur ekki stigið það skref og ætlar með þessari landfyllingu að skerða verulega búsvæði þessara fugla og fjölda annarra sem koma þarna við árið um kring. Fuglavernd vill benda á að búsvæðamissir er helsti áhrifaþáttur líffræðilegrar fjölbreytni og margt smátt gerir eitt stórt. Endilega lesið þessa grein en hana má finna hér.