- This event has passed.
Fuglaskoðun; eru 5000 tjaldar í Hvalfirði?
17.11.2024 @ 11:00 - 15:00
FreeFuglaskoðun í Hvalfirði 17. nóvember 2024.
Sólaruppprás: 10:06
Háfjara um kl. 13
Þegar rannsakað var hversu margir tjaldar hafa vetursetu á Vesturlandi þá kom í ljós að um 5000 tjaldar dvelja veturlangt í Hvalfirði. Tjaldar og aðrir fuglar skoðaðir.
Farið verður á einkabílum. Hist verður á Kjalarnesi eða þar sem hentar þátttakendum. Nánar um það þegar skráningu lýkur og vitað er hverjir koma og hvaðan.
Lagt af stað kl. 10: 30 frá þeim stað sem sammælst verður um að hittast á.
Ef veður er alveg ómögulegt þ.e. rok og rigning eða hríð fellum við niður ferðina
Skráning er nauðsynleg.
-Skráið ykkur með nafni, netfangi og farsímanúmeri fyrir kl. 13 fimmtudaginn 14. nóvember með pósti til; fuglavernd@fuglavernd.is eða í síma 5620477.
-Verið vel klædd þannig að þið getið staðið og skimað eftir fuglum án þessa að krókna.
-Sjónauki er nauðsynlegt verkfæri í ferðinni.
Skimað verður eftir fuglum við Grunnafjörð og Hvalfjörð.
Háfjara er í kringum kl. 13.
Þeir sem eiga ekki bíl munu væntanlega geta fengið far með öðrum.
Komum við á veitingastaðnum Stormi í Hvammsvík um klukkan tvö. Þar verður hægt að fara á salerni, snæða og ræða fuglamálin.
Fuglaskoðunin á viðburðardagatalinu okkar
Fararstjóri verður Anna-María Lind starfsmaður á skrifstofu Fuglaverndar.