Garðfuglahelgi janúar 2026
23.01.2026 @ 08:00 - 26.01.2026 @ 17:00

Fuglavernd hvetur allt fólk sem hefur aðgang að garði að taka þátt
Garðfuglahelgi verður 23. – 26. janúar næstkomandi. Þá teljum við fugla í garði. Talið er í einn dag í einn klukkutíma. Um fjóra daga er að velja, fer eftir veðri og skyggni hvaða dagur verður fyrir valinu hjá hverjum og einum.
Sömu helgi verður talið á Bretlandseyjum (Big Garden Count) , Noregi (Hagefugletelling) , Svíþjóð (Vinterfåglar inpå knuten) og í Finnlandi ( Pihabongaus / Gårdsplanskrysset). Í Bandaríkjunum (Great Backyard Bird Count) er talið í febrúa og í Austurríki (Stunde der Wintervögel) í byrjun janúar.
Við erum sem sagt ekki ein í heiminum um að telja garðfugla.
