- This event has passed.
Garðfuglahelgi janúar 2026
23. janúar @ 08:00 - 26. janúar @ 17:00
Free

Garðfuglahelgi 23. – 26. janúar 2026.
Fuglavernd hvetur allt fólk frá fjöru til fjalls sem hefur aðgang að garði að taka þátt!
Garðfuglahelgi verður 23. – 26. janúar næstkomandi. Þá teljum við fugla í garði. Talið er í einn dag í einn klukkutíma. Um fjóra daga er að velja, fer eftir veðri og skyggni hvaða dagur verður fyrir valinu hjá hverjum og einum.
Upplýsingar um garðfuglahelgina og eyðublöð
Sömu helgi verður talið á Bretlandseyjum (Big Garden Count) , Noregi (Hagefugletelling) , Svíþjóð (Vinterfåglar inpå knuten) og í Finnlandi ( Pihabongaus / Gårdsplanskrysset). Í Bandaríkjunum (Great Backyard Bird Count) er talið í febrúa og í Austurríki (Stunde der Wintervögel) í byrjun janúar.
Við erum sem sagt ekki ein í heiminum um að telja garðfugla.
