Garðfuglahelgi 2025 — 24.- 27. janúar
24. janúar - 27. janúar
FreeÞú velur hagstæðasta daginn og telur í 1 klukkutíma
Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma í einn dag yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.
Allir sem hafa aðgang að garði geta tekið þátt í garðfuglahelgi.
Fuglavernd kýs að hafa fjóra daga sem að koma til greina í talningunni, veður eru breytileg þannig að við á Íslandi höfum fjóra daga sem við getum valið úr til talningar. Eingöngu á að skila niðurstöðum eins dags og eins klukkutíma. Ef ekkert sást þá skilar maður auðu.
Um er að ræða 24. – 27. janúar og hver og ein ræður hvaða dag hann telur sinn klukkutíma.
Hér má finna nánari upplýsingar um garðfuglahelgi svo og eyðublöðin. Skilafrestur er 15. febrúar.