Opið verður hjá Fuglavernd fram að hádegi 23. desember n.k. Best er að pantanir berist í síðasta lagi fyrir hádegi 22. desember svo hægt verði að ganga frá þeim og senda ef þarf. Loka

Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Fuglaskoðun við Skerjafjörð daginn eftir alþjóðlega dag farfugla að vori: 15 maí

15.05.2022 @ 12:00 - 14:00
Kíkir er gott hjálpartæki við fuglaskoðun. Ljósmynd: © Trausti Gunnarsson.

Fuglavernd stendur fyrir fuglaskoðun við Skerjafjörð. Aron Alexander Þorvarðarson líffræðingur, mun leiða fuglaskoðunina.  Mæting kl. 12 hjá bekk á mótum hjóla-og göngustígs, skammt frá dælustöðunni  við suðurenda Skeljaness. Þetta er skammt frá  Post-húsinu. Hnitin eru: 64.124977, -21.946922.

Um að gera að vera hlýlega klædd því í fuglaskoðun eru mikið staðið og skoðaðir fuglar. Sjónauki er þarfaþing og svo væri hægt að krydda upp á daginn með því að hafa með sér nesti. Alþjóðlegi farfugladagurinn að vori er 14. maí en þá er líka kosningadagur hjá okkur á Íslandi þetta árið og þess vegna veljum við að vera með fuglaskoðunina þann 15. maí.

 

Details

  • Date: 15.05.2022
  • Time:
    12:00 - 14:00
  • Event Category:

Venue

  • Póst-húsið
  • Skeljanes 21
    Reykjavík, 101 Iceland
    + Google Map