Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Fugla-, gróður- og söguganga í Hólavallakirkjugarði

11. október @ 10:30 - 12:00
ISK1500
Anna Pratichi Gísladóttir og Heimir Björn Janusarson leiða göngu.

Anna Pratichi Gísladóttir, líffræðinemi og Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður Hólavallagarðs,  munu sjá um 1-2 klt göngu um Hólavallakirkjugarð við Suðurgötu.

Fjallað verður um fugla, vetrarfóðrun smáfugla, tré og runna sem fuglar nýta sér. Heimsótt verða leiði skáldanna Þorsteins Erlingssonar (“Sú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein…” ) og Páls Ólafssonar (“Lóan er komin að kveða burt snjóinn…”).

Þátttaka í fugla-, gróður og sögugöngu kostar 1500 krónur og allir fuglavinir eru velkomnir.

Skráning er á heimasíðu  Kirkjugarða Reykjavikur og mannskapurinn mun hittast við starfsmannahús í garðinum við Ljósvallagötu.

Fuglavernd mælir með að fólk mæti í hlýlegum fötum, sem eru aðeins of heit fyrir göngu en fín í létta göngu og stöður við fugla- og plöntuskoðun og við að hlýða á frásagnir um skáld. Gott að hafa með sér aukaflíkur í bakpoka/ tösku. Einnig er gott að hafa með sér sjónauka, best er að vera með lítinn sjónauka sem nýtist í fuglaskoðun í trjám og milli trjáa og leiða.

Details

Date:
11. október
Time:
10:30 - 12:00
Cost:
ISK1500
Event Category:

Organizers

Fuglavernd
Hólavallagarður