- This event has passed.
Flækingsfuglar á Suðurnesjum
10.04.2018 @ 20:00 - 22:00
FríttHáleggur. Ljósmynd ©Sölvi Rúnar Vignisson
Suðurnesin eru eitt af áhugaverðustu svæðum landsins þegar kemur að fjölbreyttu fuglalífi og þar hafa margir sjaldgæfir flækingsfuglar sést á síðustu árum. Á þessu fræðslukvöldi verður fjallað um flækingsfugla á Suðurnesjum og helstu fuglaskoðunarsvæði í máli og myndum.
Fuglaskoðarar og ljósmyndarar munu kynna helstu fuglaskoðunarstaði, sýna myndir af sjaldséðum fargestum og ræða breytingar í fuglaskoðun í gegnum árin.
Nýverið kom út fuglaskoðunarkort af Reykjanesi sem unnið var í samstarfi Þekkingarseturs Suðurnesja, Náttúrustofu Suðvesturlands, Reykjanes Geopark og Markaðsstofu Reykjaness og verður fuglaskoðunarkortið og vefsvæði þess kynnt fyrir þátttakendum.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Fuglavernd, Reykjanes Geopark og Markaðsstofu Reykjaness og fer fram í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði.
Kennari: Sölvi Rúnar Vignisson, líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurnesja.
Verð: Fræðslukvöldið er þátttakendum að kostnaðarlausu.