Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Dagur íslenskrar náttúru

16.09.2017

Dagur íslenskrar náttúru, 16. september ár hvert, er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar.

Dagurinn er viðurkenning á framlagi Ómars til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að fræða um íslenska nátttúru.

Ómar Ragnarsson hefur á undanförnum áratugum unnið framúrskarandi og óeigingjarnt starf á fjölmörgum sviðum. Hann er landsþekktur fyrir störf sín í fjölmiðlum og hefur gert náttúru Íslands einstök skil í sjónvarpi. Ómar er fjölfróður á sviði íslenskrar landa- og náttúrufræði og hann hefur nýtt þessa þekkingu við framleiðslu fjölda sjónvarpsþátta sem hafa opnað augu Íslendinga fyrir stórbrotinni fegurð Íslands. Hann hefur sýnt þjóðinni afskekkta staði sem fáir þekktu fyrir og hann hefur greint frá náttúruundrum, jarðskjálftum og eldgosum í máli og myndum.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitir á þessum degi fjölmiðlaverðlaun, Jarðarberið. og hefur sett upp vefsvæðið  www.stjornarradid.is/din.

Þá er hvatt til þess að nota myllumerkin: #íslensknáttúra og #DÍN

 

Details

Date:
16.09.2017
Event Category:

Organizer

Fuglavernd
Phone
5620477
Email
fuglavernd@fuglavernd.is
View Organizer Website