- This event has passed.
Alþjóðlegi farfugladagurinn – að hausti
12.10.2019 @ 14:00 - 15:00
FríttAlþjóðlegi farfugladagurinn að hausti er laugardaginn 12. október.
Í tilefni dagsins efnir Fuglavernd til fuglaskoðunar í Eyrarbakkafjöru kl. 14:00
Þátttakendur koma sér sjálfir á staðinn, mælst er til þess að sameinast í bíla.
Best er að keyra niður að Eyrarbakkahöfn, sem er í vesturenda bæjarins og ætti ekki að fara framhjá neinum.
Gott er að hafa með sér sjónauka, handbók um fugla og ekki verra að hafa eitthvað heitt á brúsa að drekka sér til hressingar.
Stjórnarmaður Fuglaverndar, Snæþór Aðalsteinsson, verður til leiðsagnar.