Aðalfundur Fuglaverndar 2025
10. apríl @ 16:00 - 18:00
Tjaldur með bláskel. Ljósmyndari; Jónína Guðrún Óskarsdóttir.
Aðalfundur 2025
Stefnt er að því að halda aðalfund Fuglaverndar fyrir starfsárið 2024 fimmtudaginn 10. apríl n.k. í Bókasafni Kópavogs, Hamraborg 6a.
Frestur til að skila inn framboðum til stjórnarkjörs rennur út 14. febrúar.
Á hverju ári ganga þrír úr stjórn félagsins og annað hvert ár gengur formaður úr stjórn. Í ár er sæti formanns laust og þrjú sæti í stjórn. Núverandi formaður gefur kost á sér áfram. Stjórn Fuglaverndar.
Tillögum að breytingum á samþykktum félagsins þarf að skila inn fyrir 15. febrúar. Sjá lög og siðareglur félagsins
Framboðum í stjórn og breytingartillögum skal skilað með tölvupósti á netfang Fuglaverndar fuglavernd@fuglavernd.is eða bréfleiðis til stjórnar.