Hleð Viðburðir

Liðnir Viðburðir

Viðburðir Search and Views Navigation

Viðburður Views Navigation

desember 2018

Fuglalíf að vetri

08.12.2018 @ 11:00 - 12:00
Grasagarðurinn í Laugardal, Grasagarður Reykjavíkur Laugardal
Reykjavík, 104 Iceland
+ Google Map

Fuglaskoðun í Grasagarði Reykjavíkur laugardaginn 8. desember kl. 11. Í Grasagarðinum er fjölskrúðugt fuglalíf allan ársins hring. Laugardaginn 8. desember mun Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður leiða fræðslugöngu um fuglalífið í garðinum en gangan er liður í samstarfi Grasgarðsins og Fuglaverndar. Farið verður yfir fuglafóðrun, fuglar garðsins skoðaðir og kíkt eftir flækingum en Grasagarðurinn er viðkomustaður margra fagurra flækinga svo sem glóbrystings og fjallafinku. Gestir eru hvattir til að taka með sér kíkja. Einnig hvetjum við gesti til að…

Lesa meira »

janúar 2019

Skilafrestur: Friðlýsing Akureyjar á Kollafirði

1. janúar
Landið allt

Skilafrestur athugasemda 2. janúar 2019 Frestur til að skila athugasemdum við áform Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar er til og með 2. janúar 2019. Athugasemdum má skila á vef Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Sjá: Friðlýsing Akureyar á Kollafirði í augsýn Skjöl: Umsagnir

Lesa meira »

Fuglarnir í skóginum

19. janúar @ 11:00 - 12:00
Þöll gróðarstöð, Kaldárselsvegur
Hafnarfjörður, Hafnarfjörður 220 Iceland
+ Google Map

Í byrjun árs og til þess að hita upp fyrir garðfuglahelgina ætlum við að bjóða uppá vetrarfuglaskoðun í Höfðaskógi. http://skoghf.is/hoefeaskogur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er þar með starfsstöð sína, suðvestan Kaldárselsvegar skammt frá Hvaleyrarvatni. Steinar Björgvinsson framkvæmdastjóri og ræktunarstjóri gróðrastöðvarinnar Þallar verður til leiðsagnar, segir frá starfi þeirra og fuglafóðrun í skóginum. Mæting er við gróðrastöðina Þöll og verður gengið þaðan, auðveld ganga. Gott er að hafa meðferðis kíki og þeir sem vilja geta tekið með sér hressingu til að njóta í…

Lesa meira »

Garðfuglahelgin 2019

25. janúar - 28. janúar
Landið allt
Frítt

Að vanda er árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar síðustu helgina í janúar. Skráningarform - Garðfuglahelgin 2019

Lesa meira »

febrúar 2019

Alþjóðlegi votlendisdagurinn 2019

2. febrúar
Plánetan Jörð

We are not powerless against #climatechange if we #KeepWetlands 2 FEBRUARY is #WorldWetlandsDay Alþjóðlegi votlendisdagurinn er 2. Febrúar ár hvert. Dagurinn er til að minnast Ramsarsamningsins sem var undirritaður í írönsku borginni Ramsar þennan dag árið 1971. Ramsarsamningurinn er alþjóðasamningur um verndun votlendis, sérstaklega sem lífsvæði fyrir fugla. Árið 2018 eru aðilar að samningnum orðnir 169 og 2.284 svæði eru vernduð af samningnum. Samtals verndar Ramsarsamningurinn votlendi sem eru 220.673.362 ha sem er örlítið stærra en Mexíkó. Lesa meira: um Ramsarsamninginn á vef Umhverfis- og…

Lesa meira »

Tanah Papua: Á slóðir paradísarfugla

20. febrúar @ 20:00 - 22:00
Sal Arionbanka, Borgartún 19
Reykjavík, 105
+ Google Map
Frítt
Wilsons Bird of Paradise. Ljósmynd ©Yann Kolbeinsson.

Miðvikudagskvöldið 20. febrúar kl. 20:00 heldur Yann Kolbeinsson myndasýningu í sal Arion banka Borgartúni 19 105 Reykjavík og segir frá ferð sinni til Vestur Papúa. Haustið 2017 fóru Yann Kolbeinsson og Charla Basran til Nýju Gíneu í Eyjaálfu. Um er að ræða aðra stærstu eyju heims en ferðalagið var bundið við vesturhluta svæðisins. Það er í daglegu tali kallað Vestur Papúa og tilheyrir Indónesíu. Nýja Gínea er vafalítið frægust fyrir sína margbreytilegu og litskrúðuga paradísarfugla. Langflestar tegundir þessa hóps eru bundnar…

Lesa meira »

mars 2019

Aðalfundur 2019

11. mars @ 16:30 - 18:00
Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6 a
Kópavogur, Kópavogur 200 Iceland
+ Google Map
frítt
Formaður Fuglaverndar Jóhann Óli HIlmarsson við myndatöku í Hafnarhólma

Formaður Fuglaverndar Jóhann Óli HIlmarsson við myndatöku í Hafnarhólma - Ljósmynd: © Dögg Matthíasdóttir Aðalfundur Fuglaverndar 2019 verður haldinn mánudaginn 11. mars kl. 16:30 í sal á neðstu hæð Bókasafns Kópavogs að Hamraborg 6a. Við ætlum að byrja á að vera með stutt erindi um þá erfðagjöf sem Magnús Þorsteinsson færði félaginu þ.e.a.s. hluta í Hafnarhólma og Njarðvík í Borgarfirði Eystri. Samkvæmt lögum félagsins hefur aðalfundur æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal halda fyrir sumardaginn fyrsta ár hvert og…

Lesa meira »

apríl 2019

Vorverkin í Vatnsmýrinni 2019

6. apríl @ 11:00 - 15:00
Friðlandið í Vatnsmýri, Norræna húsið
Reykjavík, Iceland
+ Google Map

Laugardaginn 6. apríl 2019 standa Hollvinir Tjarnarinnar fyrir árvissri tiltekt á friðlandinu í Vatnsmýrinni við Norræna Húsið. Við ætlum að hittast við Norræna húsið kl. 11. Helstu verkefni eru ruslatínsla, hanskar og pokar verða á staðnum. Einnig verður unnið með trjágreinar til varnar landbroti eins og undanfarin ár. Norræna húsið og Aalto bistro bjóða uppá hádegishressingu, súpu og kaffi. Sjálfboðaliðar eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig, til að áætla fjölda. Skráning í tiltekt í friðlandinu í Vatnsmýri laugardag 6. apríl…

Lesa meira »

Fuglaljósmyndun í máli og myndum

9. apríl @ 19:00 - 22:00
Origo, Borgartúni 37
Reykjavík, 105 Iceland
+ Google Map

Sandlóur ©Bjarni Sæmundsson -  Fuglavernd, Canon og Origo efna til viðburðar þann 9. apríl 2019 þar sem öflugir fuglaljósmyndarar munu sýna ljósmyndir og fræða fólk um fuglaljósmyndun. Á viðburðinum munu eftirfarandi ljósmyndarar vera með myndasýningar og segja sögurnar á bak við myndirnar: Bjarni Sæmundsson, Björgvin Sigurbergsson og Yann Kolbeinsson. Ólafur Karl Nielsen, formaður Fuglaverndar, opnar viðburðinn og mun hann fjalla um grunnstoðir fuglaverndar, þ.e. tegundavernd, búsvæðavernd, sjálfbæra nýtingu og endurheimt vistgæða og þá hvernig ljósmyndarar með verkum sínum geta miðlað…

Lesa meira »

maí 2019

Skilafrestur: Athugasemdir við friðlýsingu Akureyjar á Kollafirði

1. maí
Landið allt

Reykjavíkurborg og Umhverfisstofnun hafa undanfarið unnið að undirbúningi friðlýsingar Akureyjar í Kollafirði og er tillagan hér með auglýst til kynningar og umsagnar. Frestur til að skila athugasemdum við tillögu Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar er til og með 1. maí 2019 Í tillögu að friðlýsingu Akureyjar er lagt til að öll landtaka á sjó verði óheimil nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Þá er lagt til að hámarkshraði vélknúinna farartækja á sjó innan friðlandsins verði 4 sjómílur. Lagt er til að umferð vatnatækja, s.s.…

Lesa meira »
+ Export Events