Lundinn er ein þeirra íslensku fuglategunda sem metinn er í bráðri hættu á Válista fugla 2018 sem Náttúrufræðistofnun Íslands tekur saman.
Verndum lifandi lunda
Árið 2018 sendi stjórn Fuglaverndar áskorun til Umhverfis- og auðlindaráðherra um aðgerðir til varnar svartfuglum sjá Um Fuglavernd> Ályktanir.
Sama ár fengum við styrk til að hrinda í framkvæmd árvekniátaki um lundann þar sem markhópurinn eru erlendir ferðamenn, sem margir hverjir heimsækja Ísland í þeirri von að sjá lunda með eigin augum. Í því skini var settur upp vefur tileinkaður lundanum og lífsháttum hans ásamt umfjöllun um hvaða ógnir steðja að honum eins og loftslagsbreytingar og ósjálfbærar veiðar.