Fyrstu helgina í október munum við í samvinnu við Umhverfisstofnun og fleiri náttúruverndarsamtök taka þátt í tveggja daga alþjóðlegum viðburði þar sem sjálfboðaliðar í náttúruvernd koma saman og láta gott af sér leiða undir yfirskriftinni The Big Green Weekend. Það er CVA (Conservation Volunteers Alliance) sem stendur fyrir þessum atburði og er það í þriðja sinn sem viðburðurinn fer fram í Evrópu. Markmiðið með Grænu helginni (The Big Green Weekend) er m.a. að vinna saman í þágu náttúruverndar, efla samstarf milli hópa, að kynnast sjálfboðaliðastarfi annarra og síðast en ekki síst ræða saman um náttúruvernd á Íslandi.
Sjálfboðaliðum verður skipt í teymi sem munu vinna sjálfboðaliðastörf við Esju og Reykjanesfólkvang (eða á örðum friðlýstum svæðum innan höfðuborgarsvæðisins). Hvert teymi verður með liðsstjóra sem eru annað hvort landverðir eða verkstjórar í náttúruvernd.
Helstu verkefni: Göngustígagerð, hreinsa gróður, afmörkun göngustíga, endurheimt mosagróðurs og hreinsun svæða.
Mæting er laugardaginn 5. október kl. 9:00 á Suðurlandsbraut 24 fyrir framan Umhverfisstofnun og á sama tíma sunnudaginn 6. október. Sjálfboðaliðum verður svo skipt í tvo hópa, þeir sameinast í eigin bíla og svo er farið á svæðin. Umhverfisstofnun útvegar vinnuhanska, regngalla, nesti fyrir hádegi (samlokur), kaffi og kex. Á laugardeginum er gert ráð fyrir að við hættum að vinna um kl. 16:30. Á sunnudeginum hættum við aðeins fyrr og komum öll saman á Suðurlandsbraut 24, þar sem við fögnum grænu helginni okkar með kökum, kaffi og tölum saman um náttúruvernd í matsal Umhverfisstofnunar.
Þeir sem vilja skrá sig fari eftir leiðbeiningum á vef Umhverfisstofnunnar: