Mánudaginn 23.maí verður fuglaskoðun í Heiðmörk Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 17:30 frá Elliðavatnsbænum og tekinn hringur í nágrenninu. Skoða á ríkulegt fuglalíf við Elliðavatn og í skógarjaðrinum en Hallgrímur Gunnarsson mun leiða gönguna og mun hún taka um klukkutíma.
Þessi fuglaganga er samstarf Skógræktar Reykjavíkur og Fuglaverndar en allir eru velkomnir. Munið að taka sjónaukann og jafnvel fuglabókina með og vera vel klædd.