Skilafrestur: Athugasemdir við friðlýsingu Akureyjar á Kollafirði

Reykjavíkurborg og Umhverfisstofnun hafa undanfarið unnið að undirbúningi friðlýsingar Akureyjar í Kollafirði og er tillagan hér með auglýst til kynningar og umsagnar.

Frestur til að skila athugasemdum við tillögu Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar er til og með 1. maí 2019

Í tillögu að friðlýsingu Akureyjar er lagt til að öll landtaka á sjó verði óheimil nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Þá er lagt til að hámarkshraði vélknúinna farartækja á sjó innan friðlandsins verði 4 sjómílur. Lagt er til að umferð vatnatækja, s.s. sjókatta og seglbretta verði óheimil innan marka friðlandsins. Siglingar smábáta, svo sem vegna útsýniferða, eru heimilar allt árið. Að öðru leyti hefur friðlýsingin ekki áhrif á hefðbundnar siglingaleiðir.

Tillaga að friðlýsingarmörkum miðast við hnitsett mörk skv. hnitaskrá og birt eru á korti. Eru mörkin þau sömu og auglýst voru opinberlega þann 30. október sl.

Frestur til að skila athugasemdum við tillögu Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar er til og með 1. maí 2019. Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Frekari upplýsingar veita sérfræðingar Umhverfisstofnunar, Hildur Vésteinsdóttir (hildurv@ust.is) sviðsstjóri og Þórdís Vilhelmína Bragadóttir (thordis.bragadottir@ust.is) með tölvupósti eða í síma 591-2000.

Nánar á vef Reykjavíkurborgar: Tillaga að friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði.

Tengt efni:

Friðlýsing Akureyjar á Kollafirði í augsýn

 

Skilafrestur: Athugasemdir við allt að 9,3 MW virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu, Skaftárhreppi

Hjá Skipulagsstofnun er nú til kynningar frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum Allt að 9,3 MW virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu, Skaftárhreppi.

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir.  Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 2. nóvember 2017 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

 

Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaptárhreppi eru með síðu á Facebook sem gjarnan má líka við. Þá hefur félagið skrifað bréf til félagsmanna  og tekið saman texta sem gjarnan má styðjast við þegar athugasemdir eru skrifaðar og sendar Skipulagsstofnun.