Alþjóðlegur dagur náttúrunnar 3. mars

Alþjóðlegur dagur náttúrunnar 3. mars

Lógó eða merki Fuglavernar prýðir spói. Ef enginn væri spói á merki félagsins væri það heldur ljótt eins og konan sagði. Þannig er lógó Fuglaverndar í þessari færslu.

Aljóðlegur dagur náttúrunnar er í dag og þá skulum við leiða hugann að því hvernig heimur það væri sem að innihéldi ekki neitt gras, tré, mosa, fugla, spendýr og þar fram eftir götunum.  Hvernig það verður að vera lifa í malbikuðum og steyptum plastheimi þar sem lítið líf annað en mannkyn og veirur þrífast eða bara veirur.  Er það framtíðin?

Örstutt myndband frá BirdLife International í tilefni dagsins. 

Alheimshreinsunardagurinn: Hreinsun og fræðsla

Í tilefni af Alheimshreinsunardeginum ætla Plastlaus september og Blái herinn að taka höndum saman og standa að hreinsun og fræðslu um plastvandann.

Við hittumst í Sjávarklasanum kl. 13 og fólk getur valið sér svæði í nágrenninu til að hreinsa. Við hittumst aftur kl. 14:30 í Sjávarklasanum og fáum okkur hressingu saman. Einnig geta áhugasamir fræðst um hvernig draga megi úr plastnotkun í daglegu lífi.

MUNUM EFTIR FJÖLNOTA POKA OG FJÖLNOTA HÖNSKUM (GARÐHÖNSKUM). KLÆÐUM OKKUR EFTIR VEÐRI.

Alheimshreinsunardagurinn: Eyjahreinsun í Akurey og Engey

Í tilefni af Alheimshreinsunardeginum 21. september munu Blái herinn, Björgunarsveitin Ársæll og hvalaskoðunarfyrirtæki í Reykjavík standa að strandhreinsun í Akurey og Engey á milli kl. 9:00 – 14:00. Mæting sjálfboðaliða er við smábátahöfnina við Norðurbugt (bak við Marshallhúsið) kl. 9:00. Hressing í Sjávarklasanum 14:30.

Ath 18 ára aldurstakmark og skráning á birna.heide@gmail.com

 

 

Strandhreinsun 13. september 2019

Strandhreinsun Sandvík

Allir velkomnir!

Sendiráð Bandaríkjanna og Blái herinn bjóða þér að taka þátt í sínum árlega strandhreinsunardegi föstudaginn 13. september sem að þessu sinni fer fram í Sandvík á Reykjanesi.

Vinsamlega skráið ykkur hér reykjavikprotocol@state.gov

 

Sendiráð Bandaríkjanna býður uppá sætaferðir og hressingu fyrir sjálfboðaliða að hreinsun lokinni. Skráning er nauðsynleg, þar sem sætaframboð er takmarkað og til þess að sporna gegn matarsóun.

Brottför er kl. 09:00 frá Ráðhúsi Reykjavíkur og áætlað að koma til baka um kl. 15:00. Einnig er hægt að koma í Sandvík á eigin vegum, en mælst er til þess að fólk sameinist í bíla  (GPS hnit 63°51’21.6″N 22°41’44.0″W).

Viðeigandi klæðnaður miðað við veðurspá, góðir skór og hanskar eru einnig nauðsyn.

Vinsamlegast skráið þátttöku ekki síðar en 12. september á: reykjavikprotocol@state.gov

f.h.

Jeffrey Ross Gunter sendiherra og Tómas Knútsson Bláa hernum.

Heimildarmyndin A Plastic Ocean

Laysan Albatross © Forest and Kim Starr – fengið frá BirdLife International

Stikla: A Plastic Ocean

Plastmengun er vandamál sem fer ört vaxandi en á hverju ári eru framleiddar um 300 milljónir tonna af plasti, þar af helmingurinn einnota. Um átta milljónir af plasti enda árlega í hafinu með skelfilegum afleiðingum fyrir lífríkið. Við getum leyst vandamálið með fræðslu og aðgerðum en nauðsynlegt er að endurhugsa það hvernig við notum plast.

A Plastic Ocean er heimildarmynd sem fjallar um plastmengun í hafi, umfang vandans og hvað hægt sé að gera til þess að sporna gegn honum.

Eftir sýningu myndarinnar verða stuttar umræður þar sem rætt verður um mögulegar lausnir við plastvandanum og alheimshreinsunin kynnt.

Heimildarmyndin er á ensku en umræður að myndinni lokinni verða á íslensku.

Landvernd í samstarfi við Norræna húsið býður til sýningar á þessari mynd til þess að vekja fólk til umhugsunar um rusl í náttúrunni og kynna alheimshreinsun sem fram fer þann 15.september nk.

Plastgleði þín og plastsorg er raunveruleg

– Málþing um stöðu og lausnir á plastvandanum

Opið málþing í Háskóla Íslands um plastvandann og hvaða lausnir eru í sjónmáli. Málþingið er skipulagt af aðstandendum árvekniátaksins Plastlaus september í samstarfi við Námsbraut í umhverfis- og auðlindafræðum og Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands. Fjallað verður um plastmengun í hafi og aðgerðir Evrópusambandsins gegn plastmengun, stöðu Íslands varðandi þennan málaflokk, örplast í fráveitum, endurvinnslumöguleika plasts, og loks hvaða úrræðum Íslendingar geta beitt til þess að sporna við ofgnótt plasts í umhverfinu.

Málþingið fer fram bæði á ensku og íslensku og er öllum opið og gjaldfrjálst. Boðið verður upp á léttar veitingar að dagskrá lokinni. Til að áætla megi fjölda gesta er nauðsynlegt að þátttakendur skrái sig á plastlausseptember.is.

Dagskrá:

  • Plaststefna Íslands – Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
  • Örplast í fráveitu – Íris Þórarinsdóttur, tæknistjóri fráveitu hjá Veitum
  • Endurvinnsla á plasti – Gyða Sigríður Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Sorpu
  • Leysum plastvandann – Dr. Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri frá Landvernd
  • EU action to combat marine litter – Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi

Fundarstjóri: Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða.

Að loknum erindum verður opnað á spurningar og umræður úr sal.

Boðið verður upp á léttar veitingar að dagskrá lokinni.