Dyrhólaós

Fyrirhuguð færsla hringvegar (1) um Mýrdal

Vegagerðin hefur auglýst drög að matsáætlun fyrir færslu hringvegar (1) um Mýrdal 

Nýja vegstæðið liggur við norðanverðan Dyrhólaós sem er á náttúruminjaskrá. Þar eru einu sjávarleirurnar á Suðurlandi og eru þær mikilvægar fyrir fuglalíf, sérstaklega á fartíma. 

Jóhann Óli Hilmarsson fyrrv. formaður Fuglaverndar ritaði skýrslu árið 2013 um fuglalíf við Dyrhólaós en hennar er því miður er ekki getið í drögum VSÓ að matsáætlun fyrir Vegagerðina. Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að vegstæði á bökkum Dyrhólaóss geti haft varanleg og skaðleg áhrif á fuglalíf við ósinn.

Vakin er athygli á því að hægt er að senda inn athugasemdir við drögin til Vegagerðarinnar til 1. febrúar 2021.