Á slóðum mörgæsa og sela – Ljósmyndasýning frá ferð sem Gunnlaugur Sigurjónsson og Jóhann Óli Hilmarsson fóru í nóvember 2015 til Suður Georgiu og Falklandseyja með viðkomu í Chile. Sýndar verða myndir af dýra og fuglalífi á þessum suðrænu slóðum. Suður Georgia er einstök eyja hvað varðar fugla og dýralíf og leit er að annarri eins paradís fyrir náttúruljósmyndara.
9
maí, 2016
Myndasýning- 18. maí
Atburðurinn verður í Borgartúni 19 í húsakynnum Arion Banka og hefst kl. 20:30 þann 18. maí 2016. Sýningin hefst stundvíslega og er öllum opin svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra.