Fuglalíf Tjarnarinnar í Reykjavík 2022

“Fuglalífi Tjarnarinnar hefur hnignað á liðnum árum og áratugum og það er óumdeilt.
Við teljum að þrjár meginskýringar séu á þessari þróun og höfum rökstutt það í fyrri
skýrslum. Skýringar okkar eru:
• fæðuskortur
• afrán
• hnignun búsvæða.

Við höfum áður rætt ítarlega mögulegar mótvægisaðgerðir og viljum í því sambandi
benda á Tjarnarskýrslur frá 2011 og 2112 (Ólafur K. Nielsen og Jóhann Óli Hilmarsson
2011 og 2012, sjá líka Ólaf K. Nielsen 2013). Boðskapur okkar er sá sami og fyrr og í
hnotskurn felast tillögur okkar í því að viðhalda umgjörðinni, stunda ræktunarstarf og
hafa eftirlitsmann með Tjarnarfuglunum.”

Árlega kemur út skýrsla um fuglalíf Tjarnarinnar og er hún frlóðleg lesning fyrir vini Tjarnarinnar en ekki alltaf að sama skapi ánægjuleg.

Hér er hægt að lesa skýrsluna um fuglalíf Tjarnarinnar árið 2022

Fuglaskoðun í Flóa á sunnudag

Sunnudaginn 26. júní 2016 mun Fuglavernd bjóða upp á fuglaskoðun númer þrjú í fuglafriðlandinu í Flóa. Fuglaskoðunin hefst klukkan 17:00 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri.

Á heimasíðunni okkar má finna frekari upplýsingar um Fuglafriðlandið um gróður og dýralíf með meiru.
Mikilvægt er að vera í stígvélum eða nær vatnsheldum skól því það er frekar blautt á. Muna eftir sjónaukanum og gaman er að taka með handbók um fugla.
Allir velkomnir en hér má sjá kort af Friðlandinu í Flóa.
Tjörn í friðlandinu. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Friðlandið í Flóa – fuglaskoðun

Sunnudaginn 12. júní n.k. mun Fuglavernd bjóða upp á fuglaskoðun í Fuglafriðlandinu í Flóa. Jóhann Óli Hilmarsson og Alex Máni Guðríðarsson munu leiða okkur um svæðið en fuglaskoðunin hefst klukkan 17:00 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu.  Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri.

Á heimasíðunni okkar má finna frekari upplýsingar um Fuglafriðlandið um gróður og dýralíf með meiru.
Mikilvægt er að vera í stígvélum eða nær vatnsheldum skól því það er frekar blautt á. Muna eftir sjónaukanum og gaman er að taka með handbók um fugla.
Allir velkomnir en hér má sjá kort af Friðlandinu í Flóa.
Ljósmynd Jóhann Óli Hilmarsson

Hollvinir Tjarnarinnar 23. apríl 2016

Laugardaginn 23. apríl n.k munum við hittast í fuglafriðlandinu í Vatnsmýrinni og láta hendur standa fram úr ermum. Mæting ellefu í andyri Norræna hússins en allt í lagi að mæta seinna ef þannig stendur á. Það sem þarf að gera er að safna saman rusli og grisja sjálfssáðan trjágróður sem vex á varplandi anda og mófugla í friðlandinu við Norræna húsið – gott  að kippa með sér garðverkfærum, hrífum og þessháttar. Allir velkomnir en endilega sendið okkur línu á fuglavernd@fuglavernd.is ef þið ætlið að koma – aðallega til að reikna út hve margir verða í kaffi. Margar hendur vinna létt verk. Hér er tengill á kort af Tjörninni og friðlandi fugla í Vatnsmýrinni. Gaman er að segja frá því að umtalsvert minna rusl er nú á svæðinu í kringum Vatnsmýrar- og hústjörn en var í fyrra og árið áður þegar félagar Fuglaverndar mættu að þrífa. 

Kría í Vatnsmýrinni

Fuglaleiðsögn í Vatnsmýrinni 13.júní

Í tilefni af Fundi fólksins verður Elma Rún Benediktstóttir með fuglaleiðsögn um fuglafriðlandið í Vatnsmýrinni laugardaginn 13. júní 2015 frá 16:00-16:45. Farið verður frá andyri Norræna hússins stundvíslega kl. 16:00- en gaman er að taka með sjónauka og fuglabók.

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök, stofnanir og flokkar vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði og fuglaskoðun en hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.Sjá dagskrá hér: Fundur fólksins

Ljósmynd af kríu í Vatnsmýrinni, Elma Rún Benediktsdóttir.

 

Tjörn í friðlandinu. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Fuglaskoðun í Flóa 16. júní 2013

Sunnudaginn 16. júní n.k. mun Fuglavernd bjóða upp á fuglaskoðun í Fuglafriðlandinu í Flóa. Örn Óskarsson mun leiða okkur um svæðið en fuglaskoðunin hefst klukkan 16:30 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu. Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri.
Á heimasíðunni okkar má finna frekari upplýsingar um Fuglafriðlandið um gróður og dýralíf með meiru.
Mikilvægt er að vera í stígvélum því það er mjög blautt á og muna eftir sjónaukanum og gaman er að taka með handbók um fugla.
Allir velkomnir en hér má sjá kort af Friðlandinu í Flóa.