Svartþröstur. Ljsm. Sigurður Ægisson

Fuglalíf að vetri

Fuglaskoðun í Grasagarði Reykjavíkur laugardaginn 8. desember kl. 11.

Í Grasagarðinum er fjölskrúðugt fuglalíf allan ársins hring. Laugardaginn 8. desember mun Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur og fuglaáhugamaður leiða fræðslugöngu um fuglalífið í garðinum en gangan er liður í samstarfi Grasgarðsins og Fuglaverndar. Farið verður yfir fuglafóðrun, fuglar garðsins skoðaðir og kíkt eftir flækingum en Grasagarðurinn er viðkomustaður margra fagurra flækinga svo sem glóbrystings og fjallafinku. Gestir eru hvattir til að taka með sér kíkja.

Einnig hvetjum við gesti til að taka með nesti sem má gæða sér á í ljósum prýddum garðskálanum en boðið verður upp á te og kakó í skálanum að göngu lokinni. Fuglavernd verður með fuglahús og fuglafóður til sölu í garðskálanum, til fjáröflunar fyrir félagið.

Gangan hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 11.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir!

Laugardagsopnun

Skrifstofan á Hverfisgötu 105 101 Reykjavík verður opin laugardaginn 24. nóvember frá kl. 14-16. Þá er um að gera að líta við og kaupa jólakortin sem þú ætlar að senda í ár.

Ertu að leita að jólagjöf handa fuglaáhugafólki? Eða langar þig að koma börnum eða barnabörnum á bragðið með að skoða fugla? Hvað er hægt að gefa þeim sem á allt?

Hjá Fuglavernd kennir ýmissa grasa. Fuglabækur, fuglaljósmyndir, fuglahús til að setja í garðinn, fuglafóður, útsaumur, heimilsvörur og barmmerkin okkar sívinsælu, fálki lóa eða lundi. Allt eru þetta tilvaldar gjafir til að gefa og gleðja um jólin.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017

Í ár fer Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fram laugardaginn 19. ágúst.

Að þessu sinni eru 22 hlauparar búnir að velja Fuglavernd sem það góðgerðarfélag sem hlýtur þau áheit sem þeir safna. Við hjá Fuglavernd kunnum þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Við viljum sýna hlaupurunum stuðning á móti og þakka fyrir okkur. Það er meðal annars hægt að gera gegnum vefinn hlaupastyrkur.is. Þar er hægt að senda hlaupurunum skilaboð og hvetja þá áfram. Einnig er hægt að heita á hlauparana og eru margar leiðir í boði, senda SMS skilaboð eða borga með kortum eða Kass appinu.

Öllum hlaupurum óskum við góðs gengis á laugardaginn, því mörg verðug málefni njóta góðs af.