Verðlaun verða veitt í hverjum flokki, en aðalverðlaunin eru ljósmyndaferð til Rovaniemi í Finnlandi í fjórar nætur. Allar nánari upplýsingar eru á https://photocontest.arcticbiodiversity.is/. Skilafrestur er til 1. ágúst 2018.
CAFF stendur fyrir Conservation of Arctic Flora and Fauna eða verndun gróðurs og dýralífs á Norðurskautinu var að gefa út skýrslu: State of the Arctic Marine Biodiversity Report eða Ástand líffræðilegs fjölbreytileika sjávar á Norðurskautinu. Efni skýrslunar er mjög yfirgripsmikið allt frá botndýrum og svifi yfir í fiska, sjávarspendýr og sjófugla.
Sem dæmi má nefna að mörgum tegundum sjófugla fækkað í Norðaustur Atlantshafi, í Noregi, á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Ísmáfinum hefur fækkað um 80-90% síðustu 20 ár í heimskautaeyjum Kanada og Norðaustur Atlantshafi og í Rússlandi hefur útbreiðsla skroppið saman í samræmi við hopun ísjaðarsins til norðurs.
Allir þeir sem láta sig umhverfið varða, sem og fuglavernd ættu ekki að láta þetta efni framhjá sér fara.
Jól 2024: Hægt er að versla í vefverslun og fá sent í pósti til kl. 14 þann 23. desember. Hægt verður að sækja vöru og versla á staðnum á skrifstofu Fuglaverndar til kl. 15 sama dag. Það verður lokað um jól og Fuglavernd opnar aftur á nýju ári fimmtudag 2. janúar kl. 9. Gleðilega hátíð, fuglavinir nær og fjær. Loka
Við notum vafrakökur og aðra mælingatækni til að bæta vafraupplifun þína á vefnum okkar, sýna persónulegt efni, greina umferð um vefinn og skilja hvaðan úr veröldinni við fáum heimsóknir á vefinn okkar. Persónuverndarstefna okkar tók gildi 20. júlí 2018.
Með því að velja OK samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum og öðrum rekjanleika.
OKNeiPersónuverndarstefna