1)Gui-Xi Young hjá BirdLife Europe, 2)Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastýra Fuglaverndar BirdLife Iceland, 3)Sandra Jovanovic frá BirdLife Serbia, 4) Jovana Janjusevicfrá Czip BirdLife Montenegro, 5)Tuba Kilickarci frá Doga BirdLife Turkey, 6) Natia Javakhishvili frá Sabuko BirdLife Georgia, 7) Karoline Kalinowska-Wysocka frá Otob BirdLife Polland og 8) Nigar Agayeva frá Azos BirdLife Azerbaijan.

Fundur BirdLife International

Í lok september sat framkvæmdastjóri Fuglaverndar, Hólmfríður Arnardóttir, fund á vegum BirdLife International. BirdLife International eru elstu náttúruverndarsamtök í heimi og hafa verið starfrækt frá árinu 1922. Alls eiga 121 lönd aðild að BirdLife, ein náttúruverndarsamtök eru aðili hvers lands fyrir sig og Fuglavernd er fulltrúi Íslands.

Á þessum vettvangi hittast stjórnendur og starfsfólk BirdLife og skiptast á hagnýtum upplýsingum og deila reynslu, sem mismunandi er milli landa og menningarheima. BirdLife er skipt upp í sex svæði, BirdLife Europe and Central Asia, BirdLife Afrika, BirdLife Amerikas, BirdLife Asia, BirdLife Middle East og BirdLife Pacific og því tóku rúmlega 200 manns þátt í fundinum. Konum innan BirdLife samtakanna er alltaf að fjölga og á dögunum náðist þessi mynd af nokkrum þeirra.

Á myndinni eru:
1)Gui-Xi Young hjá BirdLife Europe, 2)Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastýra Fuglaverndar BirdLife Iceland, 3)Sandra Jovanovic frá Društvo za zaštitu i proučavanje ptica Srbije BirdLife Serbia, 4) Jovana Janjusevicfrá Czip BirdLife Montenegro, 5)Tuba Kilickarci frá Doga BirdLife Turkey, 6) Natia Javakhishvili frá Sabuko BirdLife Georgia, 7) Karoline Kalinowska-Wysocka frá Otob BirdLife Poland og 8) Nigar Agayeva frá Aos BirdLife Azerbaijan.

 

Ástand fuglastofna heimsins - púlsinn tekinn á plánetunni. Forsíða.

Ástand fuglastofna heimsins

Fuglavernd eru aðilar að BirdLife International sem eru ein elstu náttúruverndarsamtök heims en sögu þeirra má rekja aftur til 1922.

Í samantekt BirdLife um ástand fuglastofna heimsins kemur m.a. fram að einn af hverjum átta fuglastofnum er talinn vera í útrýmingarhættu.  Þrátt fyrir að fréttirnar séu slæmar þá er hægt að grípa til ýmissa ráða, um það má líka lesa í skýrslunni.

Stofnþróun fuglastofna á válista IUCN og stofnþróun fuglastofna í Evrópu.
Stofnþróun fuglastofna á válista IUCN og stofnþróun fuglastofna í Evrópu.
Yfirlitsmynd um útrýmingarhættu fuglastofna og flokkun í áhættuflokka.
Yfirlitsmynd um útrýmingarhættu fuglastofna og flokkun í áhættuflokka.
Árangur sem náðst hefur í að minnka fugla sem meðafla við fiskveiðar.
Árangur sem náðst hefur í að minnka fugla sem meðafla við fiskveiðar.

Skýrslan í heild sinni

BirdLife: State of the World’s Birds – taking the pulse of the planet.