Til að varna því að fuglar fljúgi á rúður og drepist eða slasist höfum við látið útbúa skuggamynd af fálka til að líma á rúður. Algengust eru þessi slys vor og haust og fórnarlömbin oftast skógarþrestir. Þúfutittlingar, maríuerlur, silkitoppur og hrossagaukar eiga það þó einnig til að fljúga á. Útlínur fálkans fær fuglana til að breyta flugstefnu sinni og forða þeim þannig frá árekstri við gluggana. Hægt að panta hana hér á söluvörusíðu félagsins.
24