Fuglavernd gætir hagsmuna náttúruverndar á opinberum vettvangi, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við önnur félagasamtök á sviði umhverfis- og náttúruverndar.

Fuglavernd gætir hagsmuna náttúruverndar á opinberum vettvangi, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við önnur félagasamtök á sviði umhverfis- og náttúruverndar. Hólmfríður Arnardóttir framkvæmdastjóri Fuglaverndar var tengiliður félagasamtaka á sviði umhverfis- og náttúruverndar við Umhverfisráðuneyti frá 2012-2020 en nú hafa þau Hrefna Sigurjónsdóttir, Sævar Þór Halldórsson og Brynhildur Bergþórsdóttir tekið við. Hér fyrir neðan má finna erindi sem Hólmfríður hafði afskipti af til 2020 og svo nokkur önnur seinni tíma.

2024

9. desember 2024 sendu náttúruverndarsamtök inn áskorun  í sáttmála ríkisstjórnar: Samtök umhverfisverndarsinna og náttúruvinir heita nýrri ríkisstjórn stuðningi við brýn verkefni. Við þökkum frambjóðendum flokkanna fyrir að koma á kynningarfundi með okkur fyrir kosningar og óskum eftir því í framhaldi að fá að hitta nýja þingflokka. Við leggjum áherslu á eftirfarandi fyrir hönd Ungra umhverfisverndarsinna, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Landverndar, Fuglaverndar og Aldins, samtaka eldri aðgerðarsinna.

2022

17. mars var Anna Ingibjörg Hallgrímsdóttir skipuð í þjóðgarðsráð fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul

2021

2. nóvember voru Alma Stefánsdóttir og Ágústa Þóra Jónsdóttir skipaðar fulltrúar umhverfis- og náttúruverndarsamtaka skipaðir í stýrihóp um framkvæmd heildarstefnu í úrgangsmálum

6. september var Gerður Stefánsdóttir skipuð fulltrúi umhverfisverndarsamtaka í stýrihóp um eftirfylgni loftgæðaáætlunar

2. september 2021 var Guðmundur Hörður Guðmundsson skipaður í stjórn Loftlagssjóðs

10. júní sendum við umhverfis- og auðlindaráðuneyti tilnefningar í fagráð náttúruminjaskrár. Tilnefndar voru Erla Dóra Vogler, jarðfræðingur og óperusöngkona og Hrafnhildur Hannesdóttir, jarðfræðingur og jöklafræðingur.

1. maí sendum við tilnefningar í stýrihóp vegna áætlunar um loftgæði á Íslandi 2018-2029. Tilnefnd voru Gerður Stefánsdóttir, líffræðingur og yfirverkefnastjóri umhverfis- og auðlindamála hjá Veðurstofu Íslands og Hafþór Ingi Ragnarsson, sjötta árs læknanemi.

6. apríl 2021 var Helena Westhöfer Óladóttir skipuð varafulltrúi í svæðisráði vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði í stað Arnar Óskarssonar sem sagði sig frá starfinu.

25. febrúar 2021 var Tinna Hallgrímsdóttir skipuð í ráðgjafarhóp vegna rannsóknarverkefnis um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.

24. febrúar 2021 var Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdarstjóri Landverndar skipuð í nefnd um umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

 

2020

20. 09.2020 var Guðmundur Hörður Guðmundsson skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í stjórn loftslagssjóðs til eins árs, í stað Hjálmars Hjálmarssonar sem sagði sig frá þessu starfi en hann var skipaður í febrúar 2019.

24. 02. 2020 var Hrefna Sigurjónsdóttir tilnefnd fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í nefnd um tilnefningar til Kuðungsins, umhverfisviðurkenningar Umhverfisráðuneytisins.

2019

18.11.2019 var Jón Einar Jónsson tilnefndur fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í samráðsvettvang vegna ráðstöfunar tekna á sölu veiðikorta á vegum Umhverfisstofnunar.

18.11. 2019 voru  Sævar Þór Halldórsson og til vara Páll Ásgeir Ásgeirsson tilnefndirfulltrúar frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til fjögurra ára.

11.11.2019 voru tilnefndir fulltrúar frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs. Tilnefnd voru:

  • Norðursvæði- rekstrarsvæði 1. Aðalmaður: Hjördís Finnbogadóttir. Varamaður: Sigríður Stefánsdóttir.
  • Austursvæði- rekstrarsvæði 2. Aðalmaður: Þórhallur Þorsteinsson. Varamaður: Þórveig Jóhannsdóttir.
  • Suðursvæði- rekstrarsvæði 3. Aðalmaður: Snævarr Guðmundsson. Varamaður: Kristín Hermannsdóttir.
  • Vestursvæði- rekstrarsvæði 4. Aðalmaður: Ingibjörg Eiríksdóttir. Varamaður: Örn Þór Halldórsson.

08.11.2019 var Rakel Garðarsdóttir skipuð fulltrúi umhverfisverndarsamtaka í starfshóp um að móta tillögur að aðgerðum gegn matarsóun á vegum Umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

08.11.2019 var Örn Þór Halldórsson skipaður fulltrúi umhverfisverndarsamtaka í samráðshóp um undirbúning og gerð strandskipulags fyrir Vestfirði á vegum Umhverfis- og Auðlindaráðuneytisins.

03. 09. 2019 voru skipaðir fulltrúar félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í Loftslagsráð. Skipuð voru: Árni Finnson, Björn Guðbrandur Jónsson, Kristín Vala Ragnarsdóttir og Ragnhildur Freysteinsdóttir.

23. 05. 2019 var skipaður fulltrúi Fuglaverndar í ráðgjafanefnd um skipulag vatnamála. Ragnhildur Hemmert Sigurðardóttir var skipuð.

11.03. 2019 var  Tómas Grétar Gunnarsson tilnefndur sem fulltrúi Fuglaverndar  í samráðshóp um endurskoðun laga nr. 64/1994, um vernd friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

07. 03. 2019 var skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í hóp til ráðgjafar um umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn. Stefán Erlendsson var skipaður.

14. 02. 2019 var skipaður fulltrúi frálsra félgasamtaka á sviði umhverfisverndar í stjórn loftslagssjóðs til tveggja ára. Hjálmar Hjálmarsson var skipaður.

08. 02. 2019 barst frá Umhverfisstofnun beiðni um að tilnefna fulltrúa í samráðsvettvang um ráðstöfun tekna af sölu veiðikorta. Halla Hreggviðsdóttir hefur verið tilnefnd.

15. 01. 2019 var skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í nefnd til ráðgjafar um endurskoðun á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Sigríður Droplaug Jónsdóttir var skipuð.

2018

25.10.2018 voru skipaðir fulltrúar frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Sævar Þór Haraldsson var skipaður aðalfulltrúi og Örn Þór Halldórsson var skipaður varafulltrúi.

29.06.2018 var skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í samráðsvettvang um aðgerðaáætlun í plastmálefnum. Rannveig Magnúsdóttir var skipuð.

03.05.2018 var skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í stýrihópinn: Hreint loft til framtíðar  – áætlun um loftgæði á Íslandi 2018 – 2029. Gestur Guðjónsson var skipaður.

22. 02.2018 var skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í nefnd til ráðgjafar um umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytis; Kuðungurinn. Margrét Hugadóttir var skipuð. 

31.01.2018 var skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar  í Vatnajökulsþjóðgarði.  Sigríður Stefánsdóttir var skipuð varafulltrúi í svæðisráð rekstrarsvæðis eitt, Sævar Þór Haraldsson var skipaður varafulltrúi í svæðisráð rekstrarsvæðis tvö, Örn Þór Halldórsson skipaður varafulltrúi í svæðisráð rekstrarsvæðis fjögur. 

18. 01.2018 var skipaður fulltrúi frálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í starfshóp um lagabreytingar 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Árni Finnsson var skipaður.

2017

21. 11.2017 var skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í starfshóp á vegum umhverfisráðherra um bætt umhverfi endurvinnslu. Starfhópurinn skal skila tillögum fyrir 1. júní 2018. Hildur Hreinsdóttir var skipuð.

31.03.2017 var skipaður fulltrúi Fuglaverndar í samstarfshóp stjórnvalda um endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Mývatn og Laxá. Samráðshópurinn er á vegum Umhverfisstofnunar. Við tilnefndum Ragnhildi Sigurðardóttur.

27.02.2017 var skipaður fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í ráðgefandi nefnd um umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Ragnhildur Freysteinsdóttir, umhverfisfræðingur, starfsmaður Skógræktarfélags Íslands var skipuð.

9.02.2017 voru þau Snorri Baldursson (aðalfulltrúi) og Elín Erlingsdóttir (til vara) skipuð í ráðgjafarnefnd um stefnumarkandi landsáætlun til tólf ára samkvæmt 6. gr.laga nr. 20/2016. Skipunin er til þriggja ára en landsáætlun þessi fjallar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Eru þau fulltrúar umhverfis- og náttúruverndarsamtaka sem eru aðilar að samstarfssamningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

 

2016

8.07.2016 voru þau Einar Þorleifsson (aðalmaður) og Þóra Ellen Þórhallsdóttir (til vara) skipuð í fagráð náttúruminjaskrár samkvæmt 15.gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013 til næstu fimm ára. Þau eru fulltrúar umhverfis- og náttúruverndarsamtaka sem eru aðilar að samstarfssamningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Fagráð náttúruminjaskrár skal vera Náttúrufræðistofnun Íslands til ráðgjafar um gerð tillögu um minjar á náttúruminjaskrá. Náttúrufræðistofnun Íslands annast umsýslu vegna starfs fagráðsins.

4.07.2016 voru Árni Finnsson og Lovísa Ásbjörnsdóttir tilnefnd fyrir hönd frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar til setu í nefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytis, sem greina á og kortleggja svæði innan svokallaðrar miðhálendislínu. Bréf 2016/07/04, Tilnefning í nefnd um miðhálendislínu.pdf

20.06.2016  var Hjördís Finnbogadóttir skipuð til þriggja ára í svæðisráð rekstrarsvæðis eitt í Vatnajökulsþjóðgarði í stað Sigþrúðar Stellu Jóhannsdóttur sem sagði sig frá því hlutverki. Hjördís er tilnefnd af umhverfis- og náttúruverndarsamtökum sem eru aðilar að samstarfssamningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

18.04.2016 var Laufey Hannesdóttir, verkfræðingur, tilnefnd af frjálsum félagasamtökum í starfshóp sem hefur það hlutverk að greina hvort í lögum og reglugerðum á sviðið umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sé fjallað með nægjanlegum hætti um starfsemi vindorkuvera og framkvæmdir vegna þeirra. Gert er ráð fyrir að greining starfshópsins nái einnig til löggjafar á málefnasviði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er varðar leyfisútgáfu og eftirlit með starfsemi vindorkuvera.

2.04.2016 var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, tilnefndur af frjálsum félagasamtökum á sviði umhverfisverndar í starfshóp sem hefur það hlutverk að gera tillögu að frumvarpi til að innleiða og breyta tilskipunum sem varða mat á framkvæmdum áhrifa á umhverfið.

19.02.2016  Jóhann Óli Hilmarsson er fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í samráðsnefnd um sjálfbærar veiðar. Fjallar nefndin um ráðstöfun tekna úr veiðirkortasjóði og er setan til þriggja ára – eða til 28. febrúar 2019. Jóhann Óli sagði sig frá störfum fyrir nefndina seint á árinu 2017 en var Böðvar Þórisson fengin til að taka við af honum í febrúar 2018.

19.02.2016  Kristinn Þorsteinsson er fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í nefnd sem veitir umhverfisviðurkenningu ráðuneytisins á degi umhverfisins 25.04.2016.

2015

03.09.2015 Guðmundur Hörður Guðmundsson og Sigmundur Einarsson eru tilnefndir til setu í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir hönd frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar. Bréf 2015/09/03: Tilnefning í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs.pdf

20.08.2015 Alþjóðleg ráðstefna um vatnafugla, á vegum Waterbird Society, 15-20 ágúst 2017 og er Erpur Snær Hansen fulltrúi Fuglaverndar í undirbúningsnefnd, en Jóhann Óli Hilmarsson til vara.

19.08.2015 var Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir skipuð í svæðisráð rekstrarsvæðis eitt í Vatnajökulsþjóðgarði en hún var tilnefnd af umhverfis- og náttúruverndarsamtökum sem eru aðilar að samstarfssamningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið – hún sagði sig svo lausa frá þessu hlutverki í apríl 2016.

19.08.2015 var Þórhallur Þorsteinsson skipaður í svæðisráð rekstrarsvæðis tvö í Vatnajökulsþjóðgarði en hann var tilnefndur af umhverfis- og náttúruverndarsamtökum sem eru aðilar að samstarfssamningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

19.08.2015 var Snævarr Guðmundsson skipaður í svæðisráð rekstrarsvæðis þrjú í Vatnajökulsþjóðgarði en hann var tilnefndur af umhverfis- og náttúruverndarsamtökum sem eru aðilar að samstarfssamningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

19.08.2015 var Ólafía Jakobsdóttir skipuð í svæðisráð rekstrarsvæðis fjögur í Vatnajökulsþjóðgarði en hún var tilnefnd af umhverfis- og náttúruverndarsamtökum sem eru aðilar að samstarfssamningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

26.02.2015  var Ásbjörn Ólafsson skipaður sem fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í nefnd sem veitir umhverfisviðurkenningu ráðuneytisins á degi umhverfisins 25.04.2015.

2014

20.11.2014 tók Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur við sem varamaður í ráðgjafanefnd um úthlutun úr veiðikortasjóði af frjálsum félagasamtökum á sviði umhverfisverndar fram til ársins 2015.

27.10.2014 var Jóhann Óli Hilmarsson skipaður sem fulltrúi Fuglaverndar í samráð um endurheimt votlendis á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

29.04.2014 var Hjálmar A. Sigurðsson tilnefndur sem fulltrúi Fuglaverndar í nefnd Bláfánans sem er verkefni sem Landvernd rekur.

26.2.2014 var tímaritið Fuglar tilnefnt til fjölmiðlaverðlauna Umhverfisráðuneytisins en Tímaritið Fuglar er ársrit Fuglaverndar. Það kom fyrst út á 40 ára afmæli félagsins 2003. Það hefur fest sig í sessi sem ársrit félagsins og er eitt af metnaðarfyllstu tímaritum sem gefin eru út á Íslandi um náttúru og umhverfi.

21.01.2014 tók Fuglavernd þátt í samráðsvettvangi vegna mótunar landsskipulagsstefnu 2015-2026. Hjálmar A. Sigurðsson stjórnarmaður í Fuglavernd er fulltrúi félagsins.

30.01.2014 var Gerður Magnúsdóttir starfsmaður Landverndar skipaður sem fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í nefnd sem veitir umhverfisviðurkenningu ráðuneytisins á degi umhverfisins 25.04.2014.

2013

8.11.2013 Ómar Ragnarsson var fulltrúi umhverfis- og náttúruverndarsamtaka á Umhverfisþingi 2013 en hér má lesa ræðu Ómars Ragnarssonar á Umhverfisþingi 2013.

30.01.2013 Jóna Fanney Friðriksdóttir stjórnarmaður Landverndar er fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfisverndar í nefnd sem veitir umhverfisviðurkenningu ráðuneytisins á degi umhverfisins 25.04.2013.

2012-2013 Ragnhildur Sigurðardóttir var fulltrúi okkar í nefndinni sem sáum aðlögun regluverks um vatn að Evrópuregluverkinu sem var á vegum umhverfisráðuneytisins.

15.11.2012 Droplaug Ólafsdóttir líffræðingur var tilnefnd til tveggja ára í ráðgjafanefnd um úthlutun úr veiðikortasjóði af frjálsum félagasamtökum á sviði umhverfisverndar.

 

Síðast breytt: 16. febrúar 2023