Fuglavernd stendur undir starfsemi sinni með árgjöldum félaga auk þess að sækja um ýmsa styrki til náttúruverndarmála.
Án árgjalda félagsmanna værum við lítils megn.
Árgjöld í Fuglavernd skiptast í þrjá flokka og þú velur þann flokk sem er viðeigandi fyrir þína aðild:
- Einstaklingsaðild 5.500 krónur
- Fjölskyldu- og/eða fyrirtækjaaðild 6.600 krónur
- Ungliðar – Eldri borgarar / Öryrkjar 4.400 krónur
Þeir sem greiða árgjaldið fá sent eintak af tímaritinu Fuglum við skráningu. Auk þess geturðu skráð þig á póstlista félagsmanna og færð fréttir af fundum, fuglaskoðunum, myndakvöldum og öðrum viðburðum sem félagið stendur fyrir.
Gerast félagi í Fuglavernd
*Stjörnumerkta reiti er nauðsynlegt að fylla út.