Mikilvægu búsvæði mófugla spillt

Í ljósi þess að Yggdrasill Carbon ehf lét rista upp 160 ha land á jörðinni Saltvík við Húsavík á varptíma fugla sumarið 2024 sendi Fuglavernd kæru til Lögreglustjórans á Norðurlandi Eystra þann 25.mars 2025.

Fuglavernd telur þetta vera refsivert brot. Í samþykktum Fuglaverndar er kveðið á um tilgang félagsins, sem er verndun fugla og búsvæða þeirra, með áherslu á tegundir í hættuflokkum á íslenskum eða alþjóðlegum válistum, auk tegunda sem teljast til ábyrgðartegunda Íslands eða eru lykiltegundir.

Um er að ræða vel gróið og mikilvægt búsvæði mófugla s.s. rjúpu, heiðlóu og spóa. Bæði heiðlóa og spói teljast til ábyrgðategunda Íslands, heiðlóa er auk þess skráð í 1. viðauka Bernarsamningsins sem listar þær tegundir sem aðildarþjóðir skuldbinda sig til að vernda með sértækri búsvæðavernd.

 

Hér er hægt að lesa afrit kærunnar sem var send.