Fuglaskoðun í Flóa á sunnudag

Sunnudaginn 26. júní 2016 mun Fuglavernd bjóða upp á fuglaskoðun númer þrjú í fuglafriðlandinu í Flóa. Fuglaskoðunin hefst klukkan 17:00 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri.

Á heimasíðunni okkar má finna frekari upplýsingar um Fuglafriðlandið um gróður og dýralíf með meiru.
Mikilvægt er að vera í stígvélum eða nær vatnsheldum skól því það er frekar blautt á. Muna eftir sjónaukanum og gaman er að taka með handbók um fugla.
Allir velkomnir en hér má sjá kort af Friðlandinu í Flóa.

Fuglaskoðun í friðlandi í Flóa

Sunnudaginn 19. júní 2016 mun Fuglavernd bjóða upp á fuglaskoðun númer 2 í fuglafriðlandinu í Flóa. Að þessu sinni mun Örn Óskarsson leiða okkur um svæðið en fuglaskoðunin hefst klukkan 17:00 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri.

Á heimasíðunni okkar má finna frekari upplýsingar um Fuglafriðlandið um gróður og dýralíf með meiru.
Mikilvægt er að vera í stígvélum eða nær vatnsheldum skól því það er frekar blautt á. Muna eftir sjónaukanum og gaman er að taka með handbók um fugla.
Allir velkomnir en hér má sjá kort af Friðlandinu í Flóa.
Ljósmynd Elma Rún Benediktsdóttir
Tjörn í friðlandinu. Ljósmynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Friðlandið í Flóa – fuglaskoðun

Sunnudaginn 12. júní n.k. mun Fuglavernd bjóða upp á fuglaskoðun í Fuglafriðlandinu í Flóa. Jóhann Óli Hilmarsson og Alex Máni Guðríðarsson munu leiða okkur um svæðið en fuglaskoðunin hefst klukkan 17:00 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu.  Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri.

Á heimasíðunni okkar má finna frekari upplýsingar um Fuglafriðlandið um gróður og dýralíf með meiru.
Mikilvægt er að vera í stígvélum eða nær vatnsheldum skól því það er frekar blautt á. Muna eftir sjónaukanum og gaman er að taka með handbók um fugla.
Allir velkomnir en hér má sjá kort af Friðlandinu í Flóa.
Ljósmynd Jóhann Óli Hilmarsson

Fuglaskoðun í Heiðmörk

Mánudaginn 23.maí verður fuglaskoðun í Heiðmörk  Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 17:30 frá Elliðavatnsbænum og tekinn hringur í nágrenninu.  Skoða á ríkulegt fuglalíf við Elliðavatn og í skógarjaðrinum en Hallgrímur Gunnarsson mun leiða gönguna og mun hún taka um klukkutíma.
Þessi fuglaganga er samstarf Skógræktar Reykjavíkur og Fuglaverndar en allir eru velkomnir. Munið að taka sjónaukann og jafnvel fuglabókina með og vera vel klædd.

Myndasýning- 18. maí

Á slóðum mörgæsa og sela – Ljósmyndasýning frá ferð sem Gunnlaugur Sigurjónsson og Jóhann Óli Hilmarsson fóru í nóvember 2015 til Suður Georgiu og Falklandseyja með viðkomu í Chile. Sýndar verða myndir af dýra og fuglalífi á þessum suðrænu slóðum. Suður Georgia er einstök eyja hvað varðar fugla og dýralíf og leit er að annarri eins paradís fyrir náttúruljósmyndara.

Atburðurinn verður í Borgartúni 19 í húsakynnum Arion Banka og hefst kl. 20:30 þann 18. maí 2016. Sýningin hefst stundvíslega og er öllum opin svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra.

Ljósmyndanámskeið 6., 7. og 8.maí

Námskeið í stafrænni fuglaljósmyndun verður haldið dagana 6., 7. og 8. maí 2016. Markmið námskeiðsins er að kynna grunnatriði í fuglaljósmyndun, tæki, tækni og nálgun við fugla. Farið verður yfir hvaða myndavélar henta best, hvernig linsur, þrífætur, forrit og fl. tæknileg atriði. Rætt verður um myndbyggingu, felutjöld, ljósmyndun úr bíl og annan útbúnað. Hvað er öðruvísi við að mynda fugla, hvað ber að varast og hvað gerir það eftirsóknarvert. Námskeiðið getur nýst jafnt byrjendum sem lengra komnum sem hafa áhuga á fuglaljósmyndun.

Námskeiðið verðu þrískipt – þrjú skipti.

Föstudagur 6. maí frá 18:30-22:00 – innifalinn er léttur kvöldverður
Í fyrsta hluta er farið yfir grunnatriðin. Farið verður yfir hvað skiptir máli við val á myndavélum, linsum og aukabúnaði. Stillingar og tæknileg atriði verða rædd. Farið verður í hluti eins og myndbyggingu og hvað þarf að hafa í huga þegar verið er að mynda. Bent verður á góða staði til fuglaljósmyndunar, skoðað hvernig best er að nálgast fugla og farið verður í ýmis hagnýt atriði er snúa að fuglaljósmyndun.
Leiðbeinandi er Sindri Skúlason.

Laugardagur 7. maí 13:00-17:00 – sameinast í bíla
Í öðrum hluta er farið í vettvangsferð þar sem þátttakendur spreyta sig í fuglaljósmyndun. Farið verður á nokkra góða fuglaljósmyndastaði sem eru eftirsóttir á höfðuborgarsvæðinu. Sýnt hvernig þekking á íslensku fánunni nýtist í að nálgast viðfangsefnið.
Leiðbeinandi er Daníel Bergmann.

Sunnudagur 8. maí 18:30-22:00 – innifalinn er léttur kvöldverður
Þriðji hluti er svo helgaður úrvinnslunni og frekari leiðum til að öðlast færni í bæði fuglaljósmyndun og eftirvinnslu. Farið yfir helstu atriði við lagfæringu mynda og hvaða forrit er best að nota.
Leiðbeinandi er Christopher Lund.

Verð 35 þús. fyrir félagsmenn en 39. þús fyrir utanfélagsmenn en bent er á að mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði við námskeið af þessu tagi, allt að 50% af námskeiðsgjaldi. Skráning er hafin en vinsamlegast sendið nafn, kt. og heimilisfang á netfangið fuglavernd@fuglavernd.is. Fyrstir koma fyrsti fá – en við tökum ekki fleiri en 17 á námskeiðið.

 

Fuglaskoðun í grasagarðinum 30.apríl

Á laugardaginn 30. apríl kl. 11 býður Grasagarður Reykjavíkur upp á fuglagöngu í Laugardal í samstarfi við Fuglavernd. Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjufræðingur og Einar Þorleifsson náttúrufræðingur leiða gönguna. Þeir munu fræða gesti um þær fuglategundir sem fyrir augu ber og auk þess skoða hvaða tegundir plantna laða að fugla. Gestum er bent á að gaman getur verið að taka með sér sjónauka í gönguna.
Mæting við aðalinnganginn kl. 11. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.

Ástand íslenska lómastofnsins

Mánudaginn 18. apríl kl.20:30 mun Ævar Petersen halda fræðslufund um lóminn í sal Arion banka Borgartúni 18 sem ber heitið ástand íslenska lómastofnsins.

Rannsóknir hafa verið stundaðar á lómum frá árinu 2006 en fyrir þann tíma hafði þessi tegund vakið litla athygli til rannsókna hér á landi. Upphaflega voru settir ljósritar á lóma en einnig fylgst með ástandi stofnsins og varpárangri. Jafnframt hefur upplýsingum verið safnað um varpstaði lóma í landinu.

Í fyrirlestrinum verður þó mest fjallað um samanburð milli tveggja svæði í landinu, á Mýrum á Vesturlandi og Núpasveit – V-Sléttu á Norðausturlandi, sem staðið hefur yfir frá árinu 2012. Fylgst hefur verið með fjölda óðalsbundinna para, varpárangri, fæðu unga o.fl. Niðurstöður eru m.a. túlkaðar með hliðsjón af umræðunni um loftlagsbreytingar og viðkomubrest hjá sandsílum. Ýmsir aðrir umhverfisþættir hafa áhrif á fjölda, útbreiðslu og varp lóma, t.d. afrán refa, sumarþurrkar og himbrimar.

Fundurinn hefst stundvíslega kl.20:30 og er öllum opin svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra.

Ljósmyndina tók Ævar við Nýlenduvatn á Mýrum, Mýrasýslu, 25. maí 2015 en þetta er lómur á hreiðri.

Garðfuglahelgin nálgast

Garðfuglahelgin verður að þessu sinni dagana 29.janúar-1.febrúar 2016. Framkvæmd athugunarinnar er einföld, það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma  föstudaginn 29. jan., laugardaginn 30. jan., sunnudaginn 31. jan. eða mánudaginn 1. feb. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.

Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund. Upplýsingar um fóðrun garðfugla er hægt að finna á vefsíðum um “fóðrun” og einnig í Garðfuglabæklingi Fuglaverndar sem fæst á skrifstofunni eða má panta á netfanginu fuglavernd@fuglavernd.is eða í síma 5620477.

Að lokinni athugun skal skrá niðurstöður með því að sækja eyðublaðið hér fyrir neðan (nr.1), prenta og fylla það út. Hægt er að senda það í pósti til Fuglaverndar, Hverfisgötu 105,101 Reykjavík.
Einnig er hægt að opna eyðublaðið í tölvunni – sækja eyðublað nr.2- og skrá inn upplýsingarnar beint, vista og hengja við tölvupóst (attachment) og senda á póstfang garðfuglavefsins, gardfugl@gmail.com.

[one_third_last][downloads show=”category” cat=”gardfuglahelgi”][/one_third_last]

Hvar eru smáfuglarnir!

Margir hafa veitt því athygli hversu lítið hefur sést af smáfuglum í görðum það sem af er vetri. Þetta á sérstaklega við þá sem fóðra fugla. Fólk hér á Suðurlandi og víðar hefur varla séð auðnutittlinga í vetur og veturinn á undan. Nú hafa snjótittlingarnir einnig brugðist, þrátt fyrir tíð sem að öllu jöfnu hefði átt að fylkja þeim í garða, þar sem er gefið.

Hvað veldur? Því er fljótsvarað, það veit enginn með fullri vissu! Nokkrar tilgátur hafa komið fram um auðnutittlingafæðina. Stofnsveiflur eru þekktar hjá auðnutittlingnum og fleiri smáfuglum eins og hjá glókollinum landnemanum ljúfa. Birkifræ þroskaðist lítið eða ekki haustið 2014, en birkifræ er aðalfæða auðnutittlinga. Veturinn síðasti var umhleypingasamur og óhagstæður smáfuglum. Fuglarnir gætu hafa fallið vegna skorts á æti og óhagstæðrar tíðar. Sumir segja að auðnutittlingarnir hafi horfið um miðjan desember 2014. Þeir gætu því jafnvel hafa yfirgefið landið og leitað til Bretlandseyja eftir betra lífi. Síðasta haust, 2015, var fræframleiðsla birkis mjög góð. Samt hafa auðnutittlingar ekki sést að ráði í fóðri það sem af er vetri. Vonandi á stofninn eftir að ná sér á strik á ný. Margir sakna þessa spaka og kvika smávinar, sem lífgar uppá tilveru fólks í svartasta skammdeginu.

Fæðuhættir snjótittlinga eru talsvert öðruvísi en auðnutittlinga, þó þeir séu einnig fræætur. Þeir sækja í grasfræ eins og melfræ, njólafræ og því um líkt. Kornakrar, sérstaklega óslegnir, eru forðabúr á veturna. Snjótittlingur er norrænastur allra spörfugla og aðlagaður að kaldri veðráttu. Í hríðarbyljum láta þeir fenna yfir sig og ýfa fiðrið til að halda á sér hita. Veðráttan á því ekki að hafa teljandi áhrif á stofninn. Hvað veldur þá þessum snjótittlingaskorti? Hafa fuglarnir enn nóg æti úti í náttúrunni eða á kornökrum? Er einhver óþekkt óáran í stofninum? Eiga tittlingarnir eftir að koma í fóðrið fljótlega? Um næstu helgi, 9.-10. janúar, verður hin árlega vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunnar um land allt. Það verður fróðlegt að sjá hvort og þá hvar, snjótittlingar komi fram í talningunni.

Meðfylgjandi mynd tók Halla Hreggviðsdóttir.